Áköf framganga lögmannins vísbending um að eitthvað meira héngi á spýtunni Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2022 17:26 Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystra, segir erfitt að hafa virkt eftirlit með starfsemi skráðra trúfélaga. Samsett Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með skráðum trúfélögum og lífskoðunarfélögum segir að hann hafi frá upphafi haft efasemdir um lögmæti trúfélagsins Zuism. Hann hafi verið beittur blekkingum þegar hópur fólks tók yfir félagið með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld. Annar dagur aðalmeðferðar í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnendum Zuism, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra tók við verkefnum sem snúa að skráningu trúfélaga frá innanríkisríkisráðuneytinu í febrúar árið 2014. Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sagði fyrir dómi að hann hafi fljótlega tekið eftir því að einungis tveir eða þrír meðlimir væru skráðir í Zuism. Hann hafi því óskað eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni. Samkvæmt reglugerð um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga þarf lágmarksfjöldi félagsmanna að vera 25 svo heimilt sé að skrá trú- eða lífsskoðunarfélag. Fljótlega fékk Halldór símtal frá Ólafi Helga Þorgrímssyni, skráðum forstöðumanni Zuism, en hann stofnaði félagið ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Það fékkst skráð sem trúfélag árið 2013 en fljótlega hætti Ólafur öllum afskiptum af félaginu. Að sögn Halldórs sagðist Ólafur vera hættur og hann vissi ekki hverjir aðrir væru nú með félagið. Síðar birti sýslumannsembættið auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þar sem fram kom að til stæði að afskrá trúfélagið. Halldór sagði við aðalmeðferðina að ástæðan fyrir afskráningunni hafi verið að engin starfsemi virtist vera í félaginu og forstöðumaðurinn væri greinilega hættur. Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda Zuism.Vísir/Vilhelm Geti ekki verið markmið trúfélags að endurgreiða sóknargjöld Í kjölfar auglýsingarinnar í Lögbirtingablaðinu fékk Halldór skilaboð um að það væru meðlimir í Zuism sem vildu taka við stjórnartaumunum og halda áfram með félagið. Síðar hafi Ísak Andri Ólafsson verið skráður forstöðumaður Zuism. Fljótlega eftir það gaf Ísak sig fram í fjölmiðlum og sagðist ætla að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin sem félagið fengi frá ríkinu. Halldór segist strax hafa séð að félagið gæti ekki starfað á þeim grundvelli samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. „Það getur ekki verið markmið félags að endurgreiða sóknargjöld,“ sagði hann í vitnaleiðslum í gær. Síðar var deilt um að Ísak væri réttmætur forstöðumaður félagsins og skipun hans felld niður í janúar 2017. Síðar sama ár viðurkenndi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnanda Zuism, sem forstöðumann félagsins. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Einar Ágústsson fyrir utan dómssal þann 25. febrúar, á fyrsta degi aðalmeðferðar.Vísir/Vilhelm Óeðlileg starfsemi miðað við fjölda félagsmanna Skráðum trúfélögum er skylt að skila inn eyðublöðum eða skýrslum til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Halldór sagði fyrir dómi að honum hafi ekki fundist nein merki um víðtæka starfsemi á vegum Zuism sem gæti talist eðlilegt miðað við að mörg þúsund manns voru skráðir í félagið. Í raun hafi engin merki verið um starfsemi í félaginu. Að mati Halldórs gaf mjög áköf framganga lögmanns Ágústs vísbendingu um að eitthvað meira héngi á spýtunni en að viðhalda trúarstarfi og einhverjir peningar væru í húfi. Samskiptin við fulltrúa Zuism hafi oft verið erfið. Halldór sagði að í einu bréfi hafi lögmaður til að mynda sagt að til skoðunar væri að fara í mál við íslenska ríkið til að fá greiddar út sóknargjaldsgreiðslurnar til Zuism sem höfðu um tíma verið frystar hjá Fjársýslu ríkisins. Það hafi fengist staðfest í fyrri dómsmálum að ekki hafi verið sýnt fram á að um væri að ræða trúfélag með reglulega starfsemi og því hafi verið ástæða til að halda sóknargjöldum eftir. Zuism er enn þann dag í dag skráð sem trúfélag en Halldór sagði að starfsmenn sýslumanns telji ekki að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Ísak Andri Ólafsson var um tíma forsvarsmaður Zuism.Aðsend Beittur blekkingum Halldór sagði að eftir að sýslumannsembættið hafi samþykkt tilnefningu Ísaks sem forsvarsmanns Zuism árið 2015 hafi komið í ljós að skráningin væri byggð á röngum gögnum. Nýja stjórnin hafi ekki átt tilkall til yfirráða í félaginu og siglt undir fölsku flaggi. Til að mynda hafi það verið rangt að Ísak og félagar hafi starfað í Zuism fyrir yfirtökuna og tekið þátt í starfi þess. Telur þú að þau hafi með einhverjum hætti verið að blekkja þig? „Já, engin spurning,“ svaraði Halldór verjanda við vitnaleiðslur. Halldór sagðist hafa haft áhyggjur af lögmæti félagsins allt frá því að hann hóf eftirlit með skráðum trúfélögum í febrúar 2014. Í hans huga sé í raun óljóst hvers vegna félagið fékk skráningu á sínum tíma. Til að mynda hafi honum fundist lýsingar á hefðum og átrúnaði félagsins vera ósannfærandi eins og þær birtust í umsókn félagsins. „Það eina sem breytist er að það kemur mikill fjöldi félaga en það er ekkert sem sýnir fram á að það séu neinar samkomur eða athafnir eða neitt,“ sagði Halldór. Þrátt fyrir þetta hafi sýslumannsembættið ekki talið sig hafa forsendur til annars en að skrá Ágúst sem forstöðumann Zuisim eftir að skipun Ísaks var úrskurðuð ógild af ráðuneytinu. Enginn vafi sé á því að samkvæmt lögum þurfi skráð trúfélög að vera með reglulegar samkomur, virka stjórn, geta framkvæmt athafnir og að kjarni félagsmanna taki virkan þátt í starfinu. Ekki fengið sóknargjöld Zuism fær nú ekki greidd sóknargjöld og hefur ekki haft aðgang að uppsöfnuðum sóknargjöldum í nokkurn tíma. „En það sem mér finnst standa svolítið mikið upp úr er að það hefur enginn gefið sig fram og mótmælt því að félagið starfi ekki,“ sagði Halldór. Hann bætti við að mjög erfitt væri fyrir stjórnvöld að fylgjast með því hvort trúfélög væru með virka starfsemi eða ekki. Slíkt kalli á að farið verði í kerfisbundnar heimsóknir sem sé ógjörningur að gera í stórum stíl. Halldór sagði að eftirliti með trúfélögum sé ætlað að sjá til þess að ekki sé farið illa með almannafé. Ef félag reynist ekki vera með starfsemi þá eigi það ekki rétt á sóknargjöldum. Zuism Trúmál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Annar dagur aðalmeðferðar í máli héraðsaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum, stofnendum Zuism, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neita sök. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra tók við verkefnum sem snúa að skráningu trúfélaga frá innanríkisríkisráðuneytinu í febrúar árið 2014. Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sagði fyrir dómi að hann hafi fljótlega tekið eftir því að einungis tveir eða þrír meðlimir væru skráðir í Zuism. Hann hafi því óskað eftir frekari upplýsingum frá forstöðumanni. Samkvæmt reglugerð um skráningu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga þarf lágmarksfjöldi félagsmanna að vera 25 svo heimilt sé að skrá trú- eða lífsskoðunarfélag. Fljótlega fékk Halldór símtal frá Ólafi Helga Þorgrímssyni, skráðum forstöðumanni Zuism, en hann stofnaði félagið ásamt bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Það fékkst skráð sem trúfélag árið 2013 en fljótlega hætti Ólafur öllum afskiptum af félaginu. Að sögn Halldórs sagðist Ólafur vera hættur og hann vissi ekki hverjir aðrir væru nú með félagið. Síðar birti sýslumannsembættið auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þar sem fram kom að til stæði að afskrá trúfélagið. Halldór sagði við aðalmeðferðina að ástæðan fyrir afskráningunni hafi verið að engin starfsemi virtist vera í félaginu og forstöðumaðurinn væri greinilega hættur. Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnenda Zuism.Vísir/Vilhelm Geti ekki verið markmið trúfélags að endurgreiða sóknargjöld Í kjölfar auglýsingarinnar í Lögbirtingablaðinu fékk Halldór skilaboð um að það væru meðlimir í Zuism sem vildu taka við stjórnartaumunum og halda áfram með félagið. Síðar hafi Ísak Andri Ólafsson verið skráður forstöðumaður Zuism. Fljótlega eftir það gaf Ísak sig fram í fjölmiðlum og sagðist ætla að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin sem félagið fengi frá ríkinu. Halldór segist strax hafa séð að félagið gæti ekki starfað á þeim grundvelli samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. „Það getur ekki verið markmið félags að endurgreiða sóknargjöld,“ sagði hann í vitnaleiðslum í gær. Síðar var deilt um að Ísak væri réttmætur forstöðumaður félagsins og skipun hans felld niður í janúar 2017. Síðar sama ár viðurkenndi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnanda Zuism, sem forstöðumann félagsins. Þá greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 53 milljónir króna í sóknargjöld sem ríkið hafði haldið eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Einar Ágústsson fyrir utan dómssal þann 25. febrúar, á fyrsta degi aðalmeðferðar.Vísir/Vilhelm Óeðlileg starfsemi miðað við fjölda félagsmanna Skráðum trúfélögum er skylt að skila inn eyðublöðum eða skýrslum til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Halldór sagði fyrir dómi að honum hafi ekki fundist nein merki um víðtæka starfsemi á vegum Zuism sem gæti talist eðlilegt miðað við að mörg þúsund manns voru skráðir í félagið. Í raun hafi engin merki verið um starfsemi í félaginu. Að mati Halldórs gaf mjög áköf framganga lögmanns Ágústs vísbendingu um að eitthvað meira héngi á spýtunni en að viðhalda trúarstarfi og einhverjir peningar væru í húfi. Samskiptin við fulltrúa Zuism hafi oft verið erfið. Halldór sagði að í einu bréfi hafi lögmaður til að mynda sagt að til skoðunar væri að fara í mál við íslenska ríkið til að fá greiddar út sóknargjaldsgreiðslurnar til Zuism sem höfðu um tíma verið frystar hjá Fjársýslu ríkisins. Það hafi fengist staðfest í fyrri dómsmálum að ekki hafi verið sýnt fram á að um væri að ræða trúfélag með reglulega starfsemi og því hafi verið ástæða til að halda sóknargjöldum eftir. Zuism er enn þann dag í dag skráð sem trúfélag en Halldór sagði að starfsmenn sýslumanns telji ekki að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Ísak Andri Ólafsson var um tíma forsvarsmaður Zuism.Aðsend Beittur blekkingum Halldór sagði að eftir að sýslumannsembættið hafi samþykkt tilnefningu Ísaks sem forsvarsmanns Zuism árið 2015 hafi komið í ljós að skráningin væri byggð á röngum gögnum. Nýja stjórnin hafi ekki átt tilkall til yfirráða í félaginu og siglt undir fölsku flaggi. Til að mynda hafi það verið rangt að Ísak og félagar hafi starfað í Zuism fyrir yfirtökuna og tekið þátt í starfi þess. Telur þú að þau hafi með einhverjum hætti verið að blekkja þig? „Já, engin spurning,“ svaraði Halldór verjanda við vitnaleiðslur. Halldór sagðist hafa haft áhyggjur af lögmæti félagsins allt frá því að hann hóf eftirlit með skráðum trúfélögum í febrúar 2014. Í hans huga sé í raun óljóst hvers vegna félagið fékk skráningu á sínum tíma. Til að mynda hafi honum fundist lýsingar á hefðum og átrúnaði félagsins vera ósannfærandi eins og þær birtust í umsókn félagsins. „Það eina sem breytist er að það kemur mikill fjöldi félaga en það er ekkert sem sýnir fram á að það séu neinar samkomur eða athafnir eða neitt,“ sagði Halldór. Þrátt fyrir þetta hafi sýslumannsembættið ekki talið sig hafa forsendur til annars en að skrá Ágúst sem forstöðumann Zuisim eftir að skipun Ísaks var úrskurðuð ógild af ráðuneytinu. Enginn vafi sé á því að samkvæmt lögum þurfi skráð trúfélög að vera með reglulegar samkomur, virka stjórn, geta framkvæmt athafnir og að kjarni félagsmanna taki virkan þátt í starfinu. Ekki fengið sóknargjöld Zuism fær nú ekki greidd sóknargjöld og hefur ekki haft aðgang að uppsöfnuðum sóknargjöldum í nokkurn tíma. „En það sem mér finnst standa svolítið mikið upp úr er að það hefur enginn gefið sig fram og mótmælt því að félagið starfi ekki,“ sagði Halldór. Hann bætti við að mjög erfitt væri fyrir stjórnvöld að fylgjast með því hvort trúfélög væru með virka starfsemi eða ekki. Slíkt kalli á að farið verði í kerfisbundnar heimsóknir sem sé ógjörningur að gera í stórum stíl. Halldór sagði að eftirliti með trúfélögum sé ætlað að sjá til þess að ekki sé farið illa með almannafé. Ef félag reynist ekki vera með starfsemi þá eigi það ekki rétt á sóknargjöldum.
Zuism Trúmál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00 Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01 Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24 Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Mannræktarverkefni sem fór í háaloft þegar krumpað hótunarbréf kom inn um lúguna Þegar trúleysingjarnir Snæbjörn Guðmundsson og Ísak Andri Ólafsson uppgötvuðu að til stæði að afskrá trúarfélagið Zuism sáu þeir kjörið tækifæri til að mótmæla stöðu trúmála á Íslandi og sýna fram á ankannaleika kerfisins. 10. mars 2022 15:00
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25. febrúar 2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25. febrúar 2022 13:24
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25. febrúar 2022 10:29