Stuart Armstrong kom Southampton yfir á móti Newcastle eftir 25 mínútna leik áður en Chris Wood sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik með marki sjö mínútum síðar.
Það var svo Brasilíumaðurinn Bruno Guimaraes sem tryggði Newcastle 2-1 sigur með gullfallegu marki á 52. mínútu. Guimares tók þá boltann á lofti með hælnum og þrumaði honum þannig yfir Fraser Forster í marki Southampton.
Newwcastle situr nú í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 27 leiki, fjórum stigum minna en Southampton sem situr í tíunda sæti eftir 28 leiki.
Í leik Leeds og Aston Villa sá Philippe Coutinho til þess að þeir síðarnefndu foru með foyrstuna inn í hálfleikshléið með marki á 22. mínútu, áður en Matty Cash og Calum Chambers innsigluðu 3-0 sigur gestanna í síðari hálfleik.
Aston Villa situr í níunda sæti deildarinnar með 36 stig eftir 27 leiki, en Leeds situr í 16. sæti með 23 stig, aðeins tveimur stigum fyrr ofan fallsvæðið.
Að lokum vann Wolves sannfærandi 4-0 heimasigur gegn Watford eftir að hafa farið inn í hálfleikinn með 3-0 forystu.