Um er að ræða salat í pottum og á innköllunin við um vöru sem sett var á markað eftir 21. febrúar. Strikanúmer vörunnar eru 5690628007748 eða 6690628001494 en hún var til sölu í Bónus, Krónunni, Hagkaup, Melabúðinni og Kaupfélagi Skagfirðinga.
Neytendum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur skila henni í næstu verslun eða hafa samband við Hollt og gott ehf.