Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 10:47 Teymið telur að um 120 af hverjum hundrað þúsund í heiminum hafi látist vegna Covid. Getty/Anthony Kwan Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16