Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 10:47 Teymið telur að um 120 af hverjum hundrað þúsund í heiminum hafi látist vegna Covid. Getty/Anthony Kwan Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16