Á von á svefnlausum nóttum eftir erfiða byrjun í nýju starfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2022 14:00 Jesse Marsch hefur ekki fengið neina draumabyrjun í starfi knattspyrnustjóra Leeds United. getty/George Wood Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, á ekki von á því að sofa mikið á næstunni eftir slaka byrjun liðsins undir hans stjórn. Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“ Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Leeds tapaði 0-3 fyrir Aston Villa á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur tapað báðum leikjum sínum undir stjórn Marschs án þess að skora mark. Bandaríkjamaðurinn tók við Leeds af Marcelo Bielsa í síðustu viku. Þrátt fyrir erfiða byrjun er Marsch hvergi banginn og ætlar að leggja líf og sál í að halda Leeds í ensku úrvalsdeildinni. „Eina sem ég get lofað ykkur er að ég hræðist ekki verkefnið. Stundum finnst mér gott að vera með bakið upp við vegg. Að mínu mati snýst þessi bransi ekki um hversu góður þú ert þegar allt gengur vel heldur hversu góður þú ert þegar staðan er mjög erfið,“ sagði Marsch á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Staðan er klárlega erfið. Svo ég sef ekki mikið í nótt. Ég lofa ykkur því. En ég fer gaumgæfilega yfir þetta og geri allt til að liðið komi aftur til baka svo við getum sýnt mun betri frammistöðu á sunnudaginn og hún mun frekar sýna hverjir við erum.“ Leeds tekur á móti Norwich City í afar mikilvægum leik í botnbaráttunni á sunnudaginn. Leeds er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti. Everton og Burnley, liðin í 17. og 18. sæti, eiga bæði leiki til góða á Leeds. Marsch segir að leikmenn Leeds megi ekki óttast að spila á heimavelli, fyrir ástríðufulla stuðningsmenn liðsins. „Ég hafði heyrt mikið um stuðninginn á Elland Road og hann var stórkostlegur allt frá upphafsflautinu. En þú sást líka að leikmennirnir vildu gera svo vel, fyrir hvorn annan, félagið og stuðningsmennina, að það jók pressuna á þá,“ sagði Marsch. „Svo við þurfum að vera rólegir og standa við það. Og vita þegar við stígum inn á völlinn að ótti leiðir af sér mistök. Hann forðar okkur ekki frá þeim. Við verðum að vera óttalausir. Við þurfum að sækja og fara á eftir andstæðingnum. Það er stærsta lexían frá þessum leik.“
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira