Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 14:28 Skjáskot úr auglýsingu Nova, Allir úr en auglýsingin vakti mikla athygli á sínum tíma. Hins vegar varð misskilningur einhvers staðar á leiðinni, einn maður birtist berstrípaður gegn vilja sínum. Hann hefur nú stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingarinnar. skjáskot Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira