Lífið

Þessi lög eru komin í einvígi í Söngvakeppninni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hluti Reykjavíkurdætra til vinstri og Sigga, Beta og Elín til hægri.
Hluti Reykjavíkurdætra til vinstri og Sigga, Beta og Elín til hægri. RÚV

Tvö lög eru komin í einvígi í Söngvakeppni sjónvarpsins. Lagið sem vinnur mun standa uppi sem sigurvegari í keppninni og keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí.

Fyrsta lagið sem komst áfram í einvígið var lagið Turn This Around með Reykjavíkurdætrum. Hið síðara var lagið Með hækkandi sól með Siggu, Betu og Elínu. 

Alþjóðleg dómnefnd, skipuð 7 aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í þessari fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fara lögin því nú í einvígi en þá er aðeins hægt að kjósa milli þeirra tveggja.

Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins verður síðan framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í mái.

Lögin sem duttu út voru:

Katla – Þaðan af

Amarosis – Don‘t You Know

Stefán Óli – Ljósið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.