Tveir handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 07:30 Lögreglan að störfum í miðbænum í nótt. Ráðist var á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt, tilkynnt var um ofurölvi einstaklinga og skemmtistað var lokað sem reyndist vera með útrunnið rekstrarleyfi. Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Klukkan hálf þrjú í nótt var ráðist á dyraverði á skemmtistað í miðbænum en tveir voru handteknir á vettvangi vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort dyraverðirnir hafi slasast við árásina en málið er til rannsóknar. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ , útkalli þar sem tilkynnt var að ráðist hafi verið á dyravörð. Þegar lögregla kom á staðinn gat aðilinn ekki tjáð sig vitsmunalega og neitaði að segja til nafns. Var hann þá vistaður í fangaklefa. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um að maður væri að veitast að fólki skammt frá miðbænum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa grunaður um gripdeild, eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Fyrr um nóttina, skömmu fyrir miðnætti, hafði lögregla afskipti af dyravörðum á skemmtistað í miðbænum en þeir reyndust ekki vera með réttindi. Þá hafði lögregla eftirhald með skemmtanahaldi og reyndist rekstrarleyfi eins skemmtistaðar útunnið en staðnum var lokað í framhaldinu. Nokkuð var um ölvaða einstaklinga í miðbænum en á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ofurölvi mann sem var að reyna að komast inn í biðfreiðar í austurbænum. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að ekki væri um að ræða tilraun til innbrots heldur var maðurinn aðeins of fullur til að komast heim og aðstoðaði lögregla hann við það. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla síðan afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem braut bílrúðu en lögreglu reyndist ómögulegt að ræða við manninn. Var maðurinn þá handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12. mars 2022 07:41