Miklar tilfinningar í öllum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni Atli Arason skrifar 13. mars 2022 16:25 Yarmolenko réð ekki við tilfinningar sínar í fagnaðarlátum eftir markið hans. Getty Images Fjórum leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. West Ham, Watford, Wolves og Leeds unnu öll leikina sína í dag. West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
West Ham vann Aston Villa 2-1 í endurkomuleik Andriy Yarmolenko. Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko byrjaði á varamannabekknum í dag en hann hefur verið fjarverandi í síðustu leikjum liðsins vegna ástandsins í heimalandi sínu. Á 52. mínútu er Yarmolenko skipt inn á leikvöllinn fyrir Michail Antonio og aðeins 18 mínútum síðar var Yarmolenko búinn að skora fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð viðstaddra. Yarmolenko fékk þá sendingu frá Said Benrahma inn í vítateig Aston Villa og tókst að koma boltanum snyrtilega í fjærhornið fram hjá Martinez í marki Villa. Á 82. mínútu átti West Ham fallega sókn þar sem þeir sundur spiluðu vörn Villa og aftur var það Said Benrahma sem átti stoðsendinguna en í seinna skiptið á Pablo Fornals sem var óvaldaður inn í vítateig Villa og kom boltanum í netið. Jacob Ramsey skoraði svo sárabótamark fyrir Aston Villa á loka mínútu leiksins eftir undirbúning Emiliano Buendia. Sigur West Ham þýðir að liðið heldur uppi pressunni í Meistaradeildar baráttunni. West Ham er nú með 48 stig í 5. sæti eftir 29 leiki. Arsenal getur stokkið upp fyrir West Ham ef Arsenal vinnur sinn leik gegn Leicester á eftir. Leeds 2 - 1 Norwich Jesse Marsch fagnar sigurmarki Joe GelhardtGetty Images Leeds vann sinn fyrsta leik undir stjórn Jesse Marsch er þeir unnu sigur á Norwich í uppbótatíma. Rodrigo kom Leeds yfir á 14. mínútu leiksins og staðan var þannig út venjulegan leiktíma eða alveg þangað til að Kenny McLean jafnaði leikinn á 91. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli þá kom hinn ungi Joe Gelhardt Leeds til bjargar með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma eftir undirbúning frá Raphinha. Með sigrinum þá færist Leeds fjær fallsvæðinu en liðið er í 16. sæti með 26 stig en Norwich er eftir sem áður fast við botnsætið með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Everton 0 - 1 Wolves Jonjoe Kenny gengur framhjá Frank Lampard eftir að hafa verið reikinn af leikvellinum. Getty Images Vandræði Everton halda áfram en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Wolves. Conor Coady kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Ruben Neves. Jonjoe Kenny bætti á vandræði Everton með því að fá tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla á 75.-78. mínútu. Fjórði tapleikur Everton í röð er því staðreynd og liðið er með 22. stig í 17 sæti, með jafn mörg stig og Watford sem er í 18. sætinu. Southampton 1 - 2 Watford Cucho Hernandez fagnar marki í dag.Getty Images Watford vann á sama tíma óvæntan sigur á Southampton. Cucho Hernandez gerði fyrstu tvö mörk leiksins á 20 mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn rétt fyrir hálfleikshléið en nær komust heimamenn ekki. Eftir að hafa verið nánast afskrifaðir og dauðadæmdir fyrir fáeinum umferðum síðan er það einungis markatala Watford sem gerir að verkum að liðið er enn þá inn á fallsvæðinu þegar 9 leikir eru eftir af deildinni. Southampton er áfram í 10. sæti deildarinnar með 35 stig.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira