Tuchel ætlar ekki að flýja Chelsea-skipið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnar hér sigurmarki Kai Havertz í gær. Getty/Clive Mason Það er erfitt ástand hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að eigur eigandans Romans Abramovich voru frystar. Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira