Mál yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis fellt niður Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 12:34 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur fellt niður mál á hendur starfsmönnum yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í kjölfar Alþingiskosninganna í september. Að minnsta kosti tveir starfsmenn yfirkjörstjórnar hafa fengið send bréf þess efnis. Þeirra á meðal Ingi Tryggvason, sem gegndi formannsstöðu, og Katrín Pálsdóttir sem sæti átti í yfirkjörstjórn. Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Talning í kjördæminu gekk ekki áfallalaust fyrir sig og komu upp ábendingar þess efnis að lög hefðu verið brotin meðal annars vegna þess að atkvæði hefðu verið skilin eftir óinnsigluð að lokinni talningu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi sekaði alla starfsmenn yfirkjörstjórnar í október. Starfsmennirnir neituðu að greiða sektina. Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, var á meðal þeirra sem lögðu fram kæru vegna málsins. Ingi Tryggvason, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða málið sem kom til vegna kæru Karls Gauta. Í umræddu bréfi, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir lögreglustjóri að þann 1. janúar 2022 hafi ný kosningalög tekið gildi sem að mati lögreglu séu ekki nægilega skýr um skyldu til innsiglunar kjörgagna líkt og henni þótti um þágildandi kosningalög. Því telur lögreglustjóri vafa ríkja um refsinæmi ætlaðs brots yfirkjörstjórnarmanna eftir gildistöku kosningalaganna. Ingi segir að honum hafi ekki þótt málið neitt sérstaklega þungbært. „Jú, auðvitað er þetta búið að vera leiðinlegt en ég held svo sem að það hafi haft meiri áhrif á aðra.“ Aðra í kjörstjórninni? „Já, ég býst við því.“ Er einhver lærdómur þarna sem má draga af þessu máli? „Ekki fyrir mig allavega. Það er svo sem enginn lærdómur fyrir mig að draga af þessu en það er lærdómur fyrir aðra. Menn ættu að hugsa sinn tvisvar um áður en þeir ásaka aðra um refsiverða háttsemi., segir Ingi. „Þótt málið hafi endað svona þá er alvarlegt að ásaka aðra um refsiverða háttsemi sem á ekki við rök að styðjast.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Katrín Pálsdóttir, einn starfsmanna yfirkjörstjórnar, fengið samskonar bréf. Má reikna með að sambærilegt bréf sé á leiðinni eða hafi borist öllum starfsmönnum yfirkjörstjórnar í kjördæmi. Um er að ræða eitt af fjölmörgum kærumálum sem bárust Lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Enginn í yfirkjörstjórn greitt sektina og styttist í ákærur Enginn þeirra fimm sem sátu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis í síðustu þingkosningum hefur greitt sekt sem þeim var gert að greiða til að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu. Fresturinn til að ljúka málinu er löngu liðinn. 27. janúar 2022 06:32