Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:01 Armenski utanríkisráðherrann Ararat Mirzoyan og tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu funduðu í Antalya í Tyrklandi um helgina. AP Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu. Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu.
Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00