Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Viktor Örn Ásgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 20:57 Lilja beindi spjótum sínum að Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira