Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 09:01 Bjarki Már Elísson á góða möguleika á að verða markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00