Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 10:30 Kærustuparið Þorgils Jón Svölu Baldursson og Lovísa Thompson urðu bæði bikarmeistarar með Val um síðustu helgi. Hér sjást þau sátt eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum. Það þarf í raun að fara alla leið aftur á síðustu öld til að finna síðustu bikartvennu í handboltanum. Fyrir 25 árum unnu Haukarnir bikarinn hjá körlum og konum en frá þeim tíma hafði engu félagið tekist það þar til að Valsmenn afrekuðu það um síðustu helgi. Valskonur með bikarinn eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Árið 1997 unnu Haukakonur 16-13 sigur á Val í úrslitaleiknum en karlarnir unnu 26-24 sigur á KA sem höfðu þá unnið bikarinn tvö ár þar á undan. Skjámynd/Tímarit.is/Dagur-Tíminn Í aðalhlutverki hjá Haukaliðunum þetta árið voru þá kærustuparið Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir. Gústaf Bjarnason, bróðir Huldu lék líka með Haukunum. Hulda var markahæst hjá Haukakonum með fjögur eins og Judit Ezstergal en Aron skoraði þrjú mörk fyrir karlaliðið. Rúnar Sigtryggsson var markahæstur með sjö mörk og Gústaf skoraði fimm mörk. „Það hefur aldrei komið svona dagur hjá félaginu áður og það er mjög sjaldgæft í handboltanum að bæði meistaraflokkslið félagsins verði bikarmeistarar. Þetta er frábær dagur og allir áhangendur félagsins eru í skýjunum, og ég held að margir hverjir, sérstaklega þessir eldri munu ekki ná sér niður í langan tíma,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við Dag-Tímann en þar var rætt við kærustuparið. Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrsti bikar Arons en Hulda hafði unnið hann áður. „Ég var í Víkingsliðinu sem sigraði í þessari keppni, en þetta er allt öðruvísi tilfinning, enda er þetta annað árið sem ég spila með Haukum. Mér finnst ég eiga heima hérna, en það var ekki sama upp á teningnum þegar ég spilaði með Víkingi,“ sagði Hulda í viðtalinu við Tímann. Aðeins þrisvar áður hafði félag unnið bikartvennuna en þar af eiga Valsmenn tvö af þeim árum. Valur varð fyrsta félagið til að vinna tvennuna árið 1988 en árið eftir léku Stjarnan í Garðabæ það eftir. Árið 1993 unnu Valsmenn síðan bikartvennuna í annað skiptið. Í Valsliðinu árið 1988 var Júlíus Jónasson í stóru hlutverki en sonur hans, Alexander Örn Júlíusson, tók einmitt við bikarnum fyrir hönd Valsmanna um síðustu helgi. Valsmenn unnu þá 25-15 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitaleik karla en konurnar unnu áður 25-20 sigur á Stjörnunni í sínum úrslitaleik. Skjámynd/Tímarit.is/DV „Þetta er í einu orði sagt frábær stund hjá okkur Valsmönnum. Við náðum þeim áfanga í kvöld að verða fyrsta félagsliðið til að vinna þrjá titla á einu tímabili. Við stefndum ákveðið að þessum árangri í upphafi keppnistímabilsins og nú er þessi árangur í höfn. Ég vil þakka þennan árangur góðri liðsheild og frábærum þjálfara,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Valsmanna, í samtali við DV eftir leikinn. Bikartvenna Stjörnunnar árið 1989 var líka söguleg fyrir Garðabæjarliðið því þetta var fyrsti titilinn af mörgum hjá kvennaliði félagsins. Karlaliðið hafði unnið sinn fyrsta titil tveimur árum fyrr. Svo skemmtilega vildi til að fyrirliðar Stjörnunnar árið 1989 voru systkinin Skúli og Guðný Gunnsteinsbörn og tóku þau bæði við bikarnum á þessum fimmtudegi sem jafnframt var Sumardagurinn fyrsti. „Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur okkar á fjórum árum og kominn tími til að sigra. Við lögðum allt í þennan leik og unnum á góðri liðsheild,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, við Morgunblaðið eftir leikinn. Valsmenn hafa því unnið þrjár af fimm bikartvennum sögunnar og eina félagið sem hefur unnið hana oftar en einu sinni. Alexander Örn Júlíusson tekur við bikarnum fyrir hönd Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19 Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Það þarf í raun að fara alla leið aftur á síðustu öld til að finna síðustu bikartvennu í handboltanum. Fyrir 25 árum unnu Haukarnir bikarinn hjá körlum og konum en frá þeim tíma hafði engu félagið tekist það þar til að Valsmenn afrekuðu það um síðustu helgi. Valskonur með bikarinn eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét Árið 1997 unnu Haukakonur 16-13 sigur á Val í úrslitaleiknum en karlarnir unnu 26-24 sigur á KA sem höfðu þá unnið bikarinn tvö ár þar á undan. Skjámynd/Tímarit.is/Dagur-Tíminn Í aðalhlutverki hjá Haukaliðunum þetta árið voru þá kærustuparið Aron Kristjánsson og Hulda Bjarnadóttir. Gústaf Bjarnason, bróðir Huldu lék líka með Haukunum. Hulda var markahæst hjá Haukakonum með fjögur eins og Judit Ezstergal en Aron skoraði þrjú mörk fyrir karlaliðið. Rúnar Sigtryggsson var markahæstur með sjö mörk og Gústaf skoraði fimm mörk. „Það hefur aldrei komið svona dagur hjá félaginu áður og það er mjög sjaldgæft í handboltanum að bæði meistaraflokkslið félagsins verði bikarmeistarar. Þetta er frábær dagur og allir áhangendur félagsins eru í skýjunum, og ég held að margir hverjir, sérstaklega þessir eldri munu ekki ná sér niður í langan tíma,“ sagði Aron Kristjánsson í viðtali við Dag-Tímann en þar var rætt við kærustuparið. Skjámynd/Tímarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrsti bikar Arons en Hulda hafði unnið hann áður. „Ég var í Víkingsliðinu sem sigraði í þessari keppni, en þetta er allt öðruvísi tilfinning, enda er þetta annað árið sem ég spila með Haukum. Mér finnst ég eiga heima hérna, en það var ekki sama upp á teningnum þegar ég spilaði með Víkingi,“ sagði Hulda í viðtalinu við Tímann. Aðeins þrisvar áður hafði félag unnið bikartvennuna en þar af eiga Valsmenn tvö af þeim árum. Valur varð fyrsta félagið til að vinna tvennuna árið 1988 en árið eftir léku Stjarnan í Garðabæ það eftir. Árið 1993 unnu Valsmenn síðan bikartvennuna í annað skiptið. Í Valsliðinu árið 1988 var Júlíus Jónasson í stóru hlutverki en sonur hans, Alexander Örn Júlíusson, tók einmitt við bikarnum fyrir hönd Valsmanna um síðustu helgi. Valsmenn unnu þá 25-15 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitaleik karla en konurnar unnu áður 25-20 sigur á Stjörnunni í sínum úrslitaleik. Skjámynd/Tímarit.is/DV „Þetta er í einu orði sagt frábær stund hjá okkur Valsmönnum. Við náðum þeim áfanga í kvöld að verða fyrsta félagsliðið til að vinna þrjá titla á einu tímabili. Við stefndum ákveðið að þessum árangri í upphafi keppnistímabilsins og nú er þessi árangur í höfn. Ég vil þakka þennan árangur góðri liðsheild og frábærum þjálfara,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Valsmanna, í samtali við DV eftir leikinn. Bikartvenna Stjörnunnar árið 1989 var líka söguleg fyrir Garðabæjarliðið því þetta var fyrsti titilinn af mörgum hjá kvennaliði félagsins. Karlaliðið hafði unnið sinn fyrsta titil tveimur árum fyrr. Svo skemmtilega vildi til að fyrirliðar Stjörnunnar árið 1989 voru systkinin Skúli og Guðný Gunnsteinsbörn og tóku þau bæði við bikarnum á þessum fimmtudegi sem jafnframt var Sumardagurinn fyrsti. „Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur okkar á fjórum árum og kominn tími til að sigra. Við lögðum allt í þennan leik og unnum á góðri liðsheild,“ sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, við Morgunblaðið eftir leikinn. Valsmenn hafa því unnið þrjár af fimm bikartvennum sögunnar og eina félagið sem hefur unnið hana oftar en einu sinni. Alexander Örn Júlíusson tekur við bikarnum fyrir hönd Valsmanna.Vísir/Hulda Margrét Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19
Félögin sem hafa unnið bikartvennu í handboltanum Valur 1988 Karlaliðið vann Breiðablik 25-15 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-20 Stjarnan 1989 Karlaliðið vann FH 20-19 Kvennaliðið vann FH 19-18 Valur 1993 Karlaliðið vann Selfoss 24-20 Kvennaliðið vann Stjörnuna 25-23 Haukar 1997 Karlaliðið vann KA 26-24 Kvennaliðið vann Val Val 16-13 Valur 2022 Karlaliðið vann KA 36-32 Kvennaliðið vann Fram 25-19
Valur Olís-deild kvenna Olís-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira