Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 09:41 Fólk í Suður-Kóreu fylgist með fréttum af eldflaugaskotinu misheppnaða. AP/Lee Jin-man Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum sínum úr her ríkisins að eldflaugin hafi ekki náð tuttugu kílómetra hæð áður en hún sprakk í loft upp. Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði áður gert minnst tvær aðrar tilraunir á undanförnum dögum og sagt að ríkið sé að reyna að koma gervihnetti á loft. Fáir virðast þó trúa því en Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Talið er að eldflaugin hafi verið að gerðinni Hwasong-17, sem opinberuð var árið 2020. Hún er mjög stór og er talin geta borið nokkra kjarnaodda lengra en þrettán þúsund kílómetra frá Norður-Kóreu. Fyrir tilraunaskot með Hwasong-17 þann 24. febrúar hafði Norður-Kórea ekki gert tilraunir með svo langdrægar eldflaugar frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum sínum úr her ríkisins að eldflaugin hafi ekki náð tuttugu kílómetra hæð áður en hún sprakk í loft upp. Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði áður gert minnst tvær aðrar tilraunir á undanförnum dögum og sagt að ríkið sé að reyna að koma gervihnetti á loft. Fáir virðast þó trúa því en Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Talið er að eldflaugin hafi verið að gerðinni Hwasong-17, sem opinberuð var árið 2020. Hún er mjög stór og er talin geta borið nokkra kjarnaodda lengra en þrettán þúsund kílómetra frá Norður-Kóreu. Fyrir tilraunaskot með Hwasong-17 þann 24. febrúar hafði Norður-Kórea ekki gert tilraunir með svo langdrægar eldflaugar frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28
Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11