Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. mars 2022 16:45 Hér halda Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg (t.v), Elísabet E. Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, á ídráttarröri Ljósleiðarans sem rúmar þúsund slíka þræði. Aðsend Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Nú þegar er hafin svokölluð húsaskoðun á Stokkseyri og Eyrarbakka, en hún er liður í vali á lagnaleiðum Ljósleiðarans í þorpunum. Það verkefni er unnið í samstarfi við Mílu eins og önnur uppbyggingarverkefni Ljósleiðarans undanfarin ár. Með framkvæmdunum mun heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabita gagnaflutningi til hvers heimilis og frá því. Flest fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Nova, Vodafone, Símans, Hringdu, Kapalvæðingar og Hringiðunnar. „Við fundum vel fyrir því á tímum COVID hvað góðar nettengingar skipta vinnustaði og heimili í sveitarfélaginu miklu máli, tækifærin sem fylgja eru stórkostleg svo sem möguleikar til fjarfunda, heimavinnu og móttöku háskerpu sjónvarpsefnis. Á Selfossi hafa íbúar tekið framkvæmdum Ljósleiðarans fagnandi og íbúar nær ströndinni hafa beðið með eftirvæntingu eftir að slíkt átak líti dagsins ljós þar. Það er því sérstakt fagnaðarefni að sjá Ljósleiðarann taka af skarið og leggja þennan kraft í ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Loftmynd af EyrarbakkaAðsend Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fyrir tækið hafa fundið upp á síðkastið alveg nýja eftirspurn eftir gæðasambandi Ljósleiðarans, en það er frá fólki sem vinnur núorðið að verulegu leyti heima hjá sér. „Já, fólk er óhræddara við að flytja lengra frá vinnustaðnum, vitandi að það getur sinnt starfinu sínu heiman frá sér. Það er þess vegna frábært að geta svarað kalli íbúa eftir ljósleiðara og fjölgað enn frekar þeim heimilum í landinu sem geta tengst Ljósleiðaranum. Með þessu fækkum við þeim byggðakjörnum sem ekki hafa kost á ljósleiðara og höldum áfram að stuðla að ljósleiðaravæðingu landsins,“ segir Erling Freyr. Um er að ræða 460 heimili, sem geta tengst. Loftmynd af Stokkseyri
Árborg Fjarskipti Fjarvinna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira