Stefna á að allir bílar fari út á laugardag til að tæma pappa og plast Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 16:26 Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum og hafa bláu og grænu tunnurnar til að mynda ekki verið tæmdar vikum saman. Vísir/Vilhelm Sorphirða í Reykjavík er talsvert á eftir áætlun vegna ýmissa þátta, þar á meðal veðurs og veikinda starfsmanna, en verið er að vinna upp tafirnar. Hirða á pappa og plasti hefur legið niðri undanfarnar vikur en er nú aftur komin í gang. Reiknað er með að það taki þrjár vikur að ná áætlun í allri borginni. Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki. Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í skriflegu svari skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að staðan á almennu sorpi í gráu tunnunni sé góð og er hirðan á henni á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Áhersla hefur verið lögð á að tæma gráu tunnurnar, í ljósi eðli úrgangsins, en hirða á endurvinnsluefni hófst á nýjan leik í gær eftir að hafa legið niðri í nokkurn tíma. „Á laugardaginn stefnum við að því að allir bílar fari að tæma plast og pappír til að komast sem fyrst á áætlun samkvæmt sorphirðudagatali. Búast má við að það geti tekið allt að þremur vikum að ná áætlun í allri borginni,“ segir í svarinu. Borgin segir íbúa hafa tekið vel í ákall þeirra um að moka og hálkuverja og segjast þakklát fyrir það en þó er enn nokkuð um staði þar sem ekki aðgengi hefur ekki verið lagað og starfsmenn því ekki komist að til að losa. Hafa aukið mannskap og lengt vinnudagana Mikið álag hefur verið á sorphirðu í borginni allt frá áramótum, ýmist vegna veikinda, veðurs eða bilana, en til að bregðast við stöðunni hafa starfsmenn unnið lengur virka daga og unnið nær alla laugardaga frá því fyrir jól. Þá hefur verið bætt við mannskap en fimmtán prósent fleiri vinna við hirðu nú en í janúar. Veðurviðvaranir hafa verið tíðar undanfarnar vikur, til að mynda voru gular viðvaranir gefnar út fyrir daginn í dag, en vont veður tefur hirðuna enn frekar. Þannig hefur snjórinn á höfuðborgarsvæðinu í morgun flækt stöðuna. „Sorphirðan hefur verið að störfum í dag, en það tekur allt lengri tíma í svona veðri en þegar vel viðrar. Veðrið hafði líka áhrif á tæmingu á grenndargámum í dag,“ segir í svari skrifstofunnar. Verktaki sem sinnir því verki verður við vinnu fram á kvöld en ekki er hægt að tæma þá í roki.
Reykjavík Veður Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08 Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38 Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14. mars 2022 23:08
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 1. mars 2022 15:38
Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. 16. mars 2022 21:56