Úkraínuforseti segir Rússa reisa múr milli frjálsra og ófrjálsra ríkja Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:42 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu var hylltur að lokonu ávarpi sínu til þýska þingsins í dag þótt hann hafi gagnrýnt Þjóðverja töluvert í ávarpi sínu. AP/Markus Schreiber Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning sinn við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækkaði með hverjum deginum sem liði í stríðinu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í dag og minnti þingmenn á að stríðið Úkraínu hefði ekki byrjað fyrir þremur vikum heldur árið 2014 með innlimun Rússa á Krímskaga og þátttöku þeirra í stríði uppreisnarmanna í Dobashéraði í austurhluta landsins. Hann gagnrýndi Þjóðverja fyrir andvaraleysi gagnvart Putin sem hefði gert evrópuríki og þá Þýskaland sérstaklega háð gasi og olíu frá Rússlandi. „Þegar við sögðum ykkur að Nord Stream væri vopn og undirbúningur undir stórt stríð fengum við það svar að þetta væru efnahagsmál. Efnahagsmál. Efnahagsmál. En þetta var sement í nýjan múr," sagði Zelenskyy. Þegar Úkraínumenn hafi spurt hvað þeir þyrftu að gera til að tryggja öryggi sitt með aðild að NATO hafi Þýskaland og önnur NATO ríki sagt að málið væri ekki á dagskrá. Eftir að stríð hófst hafi Þjóðverjar síðan hikað þegar Úkraínumenn óskuðu eftir hörðum refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússum. „Og nú eru viðskiptaleiðirnar á milli ykkar og landsins sem hefur einu sinni enn hafið hrottalegt stríð í Evrópu gaddavír ofan á múrnum. Ofan á nýja múrnum sem skiptir Evrópu," sagði forsetinn við þýska þingmenn sem ólust upp við Berlínamúrinn. Skoraði hann á Evrópuþjóðir að auka enn við hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við Úkraínu. Enn væri mikil þörf á loftvarnabúnaði og öðrum vopnum til að verjast innrás Rússa. Þá þyrfti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum sem í þetta skiptið væru ekki að reisa múr í gegnum Berlín, heldur þvert í gegnum miðja Evrópu á milli frjálsra þjóða og hertekinna. Í ávörpum sínum til breska þingsins í síðustu viku, Bandaríkjaþings í gær og þýska þingsins í morgun hefur Zelenskyy verið fundvís á sögulegar tilvitnanir í fyrrverandi leiðtoga á krísutímum. Eins og Churchill, Roosevelt og í dag í Ronald Reagan sem snerta sögulegar taugar þessara þjóða. „Fyrrverandi leikari og forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, sagði einu sinni: Rífið niður þennan múr. Nú vil ég segja við þig, Scholz kanslari: Rífðu niður þennan múr," sagði Zelenskyy. Hvað sem þessu líður á Evrópa erfitt með að skúfa fyrir orkukaup frá Rússlandi á einni nóttu. Stríðið hefur nú þegar valdið gríðarlegum hækkunum á verði jarðgass og olíu. Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) segir litlar birgðir til af gasi í Evrópu og aðgangur að birgðum annars staðar en í Rússlandi væri mjög takmarkaður. „Mörg ríki Evrópusambandsins eru mjög háð Rússlandi hvað varðar orkuframboð. 27% innflutrar hráolíu, 41% innflutts jarðgass og 47% innflutts eldsneytis koma frá Rússlandi," sagði Cormann í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Tengdar fréttir OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43 Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 17. mars 2022 15:43
Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið. 17. mars 2022 12:56