Flestir bjuggust við nokkuð þægilegum sigri Austurríkismanna, en Eistar gerðu vel í að standa í þeim. Mikið jafnræði var með liðunum og Eistar áttu það til að komast yfir í leiknum.
Austurríkismenn náðu mest fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik, en Eistar unnu sig aftur inn í leikinn og náðu að jafna. Staðan var jöfn, 33-33, stuttu fyrir leiksloks, en Austurríkismenn skoruðu seinustu tvö mörk leiksins og tryggðu sér sér sigur, 35-33.
Austurríki og Eistland mætast á ný um helgina í Eistlandi og þá kemur í ljós hvort liðið mætir Íslendingum í apríl.