Danir höfðu yfirhöndina allt frá upphafi og höfðu sex marka forskot þegar flautað var til hálfleiks, 18-12.
Yfirburðir danska liðsins í síðari hálfleik voru svo algjörir, en Norðmenn skoruðu aðeins fimm mörk á fyrstu tuttugu mínútum hálfleiksins.
Danir unnu því að lokum ansi öruggan 16 marka sigur, 37-21. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í deildinni og Danir eru því með tvö stig, en Norðmenn án stiga.