Óviðunandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 18. mars 2022 11:31 Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í lögum Samfylkingarinnar segir: „Grein 12.12 Landsfundur kýs fimm fulltrúa í stjórn verkalýðsmálaráðs.“ Á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar 12.mars s.l. gerðist sá ömurlegi atburður, að lög flokksins voru brotin í þeim eina sjánlega tilgangi, að flokksstjórn Samfylkingarnnar gæti tekið sér stöðu í heiftúðugum illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar, og skipað sér á bekk móti stjórnendum Eflingar, og þeim fjölda einstaklinga og samtaka, sem hana styðja. Þetta lögbrot framkvæmdastjórnar átti sér stað þannig, að hún setti á dagskrá flokksstjórnarfundar ólöglega kosningu fimm fulltrúa í verkalýðsmálaráð flokksins. Það er flott veganesti,eða hitt þó heldur, að frambjóðendur Samfylkingarinnar í komandi kosningum þurfi að verja þann gjörning framkvæmdastjórnar, að brjóta eigin lög til að geta tekið upp á sína arma einstaklinga, sem standa fyrir endurteknum árásum á æru og verk nýkjörinnar stjórnar Eflingar, öflugasta stéttafélags láglaunafólks. Hætt er við, að kjósendur álíti að tímasetning atburðanna sé meðvituð ögrun við stjórn Eflingar. Lykilspurning Hvaðan fékk framkvæmdastjórn þá fráleitu hugmynd , að opna pólitískar vígstöðvar rétt fyrir kosningar, til þess eins, að takast þar á við samtök verkafólks? Hver ákvað það feigðarflan? Líkn með þraut Ég vil að það komi fram hér, að meðal þeirra, sem kjörnir voru í verkalýðsmálaráðið er fólk, sem ég hefði sjálfur kosið með glöðu geði. En það breytir ekki þeirri staðreynd að meðal þeirra, sem kjörnir voru í ráðið er fólk, sem vegið hefur með þeim hætti að mannorði forystufólks Eflingar, að það getur aldrei orðið sá tengiliður milli Samfylkingar og samtaka launafólks, sem verklýðsmálaráð var og er stofnað til að vera. Kosning þessa fólks mun virka á fjölda kjósenda eins og hrokafull ögrun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar gegn samtökum verkafólks. Þessi löglausi gjörningur er pólitískt slys, sem framkvæmdastjórn á að axla ábyrgð á. Þau sem kosin voru í verkalýðsráðið þurfa einnig að átta sig á, að kosning þeirra var lögbrot. Þau eru ekki rétt kosin.Þau hafa ekki umboð frá Landsfundi eins og kvöð er um í lögum. Á landsfundi voru um 900 atkvæðisbærir fulltrúar. Á fundi flokkstjórnarinnar kusu 49 manns. Ætli þau að sitja áfram þá eru þau eins og farþegi, sem greiddi sæti sitt með fölsuðum peningi. Hvað gerir meirihluti framkvæmdastjórnar? Nú reynir á manndóm, sjálfsvirðingu og æru meirihlutans í framkæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Virðir hann eða vanvirðir hann lög flokksins okkar? Mun hann ógilda kosninguna eins og lög bjóða. Eða ætlar hann flokknum, og frambjóðendum hans, að burðast í komandi kosningaslag með þetta heimabakaða pólitíska hneyksli? Höfundur er rafvirki og í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar