Bernd Leno spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í langan tíma í dag. Hann hélt hreinu er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur í baráttunni um 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar
Eftir leik staðfesti Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, að Ramsdale væri frá vegna meiðsla og yrði frá næstu vikurnar. Hann sagði ekki nákvæmlega hver meiðslin væru en um vöðvameiðsli er að ræða.
Hinn 23 ára gamli Ramsdale gekk í raðir Arsenal í sumar en hann hefur áður leikið með Sheffield United og Bournemouth í deild þeirra bestu á Englandi. Hann var ekki lengi að slá hinn þýska Leno út úr liðinu en nú virðist sem Leno gæti fengið tækifæri til að sýna sig og sanna.
Það er ef Ramsdale verður ekki klár þegar landsleikjahléið endar og Arsenal mætir Crystal Palace þann 4. apríl næstkomandi.