Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 10:44 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir leiðir listann. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi hreppti fjórða sætið. „Ég er bara ótrúlega þakklát að finna þennan sterka og og mikla stuðning og fá þetta skýra umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í vor og þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á síðustu vikum og mánuðum,“ sagði Hildur Björnsdóttir. Konurnar sem lentu í fyrsta og öðru sæti í prófkjörinu. Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.ragnar visage Prófkjör fór einnig fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg í gær þar sem Bragi Bjarnason bar sigur úr býtum. Mikil bið var eftir fyrstu tölum í Reykjavík en upphaflega var stefnt að því að birta þær klukkan 19, klukkustund eftir að kjörstaðir lokuðu en biðin dróst á langinn og voru fyrstu tölur ekki birtar fyrr en um klukkan 22 með tilheyrandi stressi. „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar en þetta var erfið bið en það var mikill léttir þegar tölurnar komu svo loks.“ Ætlar að leiða flokkinn til sigurs Ertu ánægð með listann? „Ég er ánægð með listann. Þetta er kröftugur og öflugur hópur af fjölbreyttu fólki og hann endurspeglar Sjálfstæðisflokkinn vel. Í þessum flokki er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn og fjölbreytta reynslu og þannig náum við að endurspegla breiddina í samfélaginu. Þannig að ég hlakka til að leiða þennan hóp til sigurs í vor.“ Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35