Kílómetra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennufíkla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 14:02 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er mjög spennt fyrir nýju afþreyingunni, sem opnuð verður fyrir ferðamenn í sumar í Kömbunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn. Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn. Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn.
Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira