Kílómetra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennufíkla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 14:02 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er mjög spennt fyrir nýju afþreyingunni, sem opnuð verður fyrir ferðamenn í sumar í Kömbunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn. Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn. Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn.
Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira