Hafþór Júlíus eftir sigurinn gegn Eddie Hall: „Tæknin vann í kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 18:00 Hafþór Júlíus hafði betur gegn Eddie Hall. Talksport Hafþór Júlíus Björnsson vann Eddie Hall í því sem hefur verið kallað þyngsti boxbardagi sögunnar. Bardagi þeirra félaga endaði á dómaraborðinu en þar dæmdu allir Hafþóri í vil. Hann hrósaði Hall eftir bardagann og sagði jafnframt að sér liði eins og tæknin hefði unnið. Bæði Hafþór Júlíus og Eddie Hall eru fyrrum sterkustu menn í heimi. Langt er síðan þeir ákváðu að mætast í boxhringnum en vegna kórónuveirunnar var bardaganum ítrekað frestað. Hann fór loks fram í Dúbaí í gær, bardaginn var sex lotur og að honum loknum stóð Hafþór Júlíus uppi sem sigurvegari. Chaos from start to finish! Thor went on to win pic.twitter.com/QqSKaolGQE— Jim White (@JimWhite) March 20, 2022 Eftir mikil læti fyrir bardaga var sigurvegarinn frekar auðmjúkur í viðtali að honum loknum. „Ég vil þakka Eddia Hall og hans teymi fyrir að setja upp þessa frábæru sýningu, hann lét mig vinna fyrir hlutunum. Ég hef aldrei verið felldur á æfingum svo ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann getur látið höggin dynja, hann var ekki að ljúga. En í dag líður mér eins og tæknin hafi unnið.“ Thor – eins og hann er kallaður á vef TalkSport – segir að mögulega muni þeir mætast aftur þar sem Hall tapaði bardaganum. Thor cracks Eddie with a nice left hook at the end of Round 3, and the bell comes in clutch. #ThorVsEddie pic.twitter.com/zq9nB8y6MM— Richie Vargas (@RichieRich93_) March 19, 2022 „Hann virkaði enn smá reiður, eðlilega þar sem hann tapaði bardaganum. Ég er samt mjög ánægður og ef hann vill keppa aftur þá er það ekkert mál. Viljið þið sjá okkur keppa á nýjan leik?“ spurði Hafþór Júlíus að endingu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Bæði Hafþór Júlíus og Eddie Hall eru fyrrum sterkustu menn í heimi. Langt er síðan þeir ákváðu að mætast í boxhringnum en vegna kórónuveirunnar var bardaganum ítrekað frestað. Hann fór loks fram í Dúbaí í gær, bardaginn var sex lotur og að honum loknum stóð Hafþór Júlíus uppi sem sigurvegari. Chaos from start to finish! Thor went on to win pic.twitter.com/QqSKaolGQE— Jim White (@JimWhite) March 20, 2022 Eftir mikil læti fyrir bardaga var sigurvegarinn frekar auðmjúkur í viðtali að honum loknum. „Ég vil þakka Eddia Hall og hans teymi fyrir að setja upp þessa frábæru sýningu, hann lét mig vinna fyrir hlutunum. Ég hef aldrei verið felldur á æfingum svo ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann getur látið höggin dynja, hann var ekki að ljúga. En í dag líður mér eins og tæknin hafi unnið.“ Thor – eins og hann er kallaður á vef TalkSport – segir að mögulega muni þeir mætast aftur þar sem Hall tapaði bardaganum. Thor cracks Eddie with a nice left hook at the end of Round 3, and the bell comes in clutch. #ThorVsEddie pic.twitter.com/zq9nB8y6MM— Richie Vargas (@RichieRich93_) March 19, 2022 „Hann virkaði enn smá reiður, eðlilega þar sem hann tapaði bardaganum. Ég er samt mjög ánægður og ef hann vill keppa aftur þá er það ekkert mál. Viljið þið sjá okkur keppa á nýjan leik?“ spurði Hafþór Júlíus að endingu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira