Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2022 10:30 Davíð að gera góða hluti í Prag. „Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni. Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira