Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 17:50 Að minnsta kosti tveir nemendur voru fluttir á spítala. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson Svíþjóð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson
Svíþjóð Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira