Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 17:50 Að minnsta kosti tveir nemendur voru fluttir á spítala. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson Svíþjóð Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson
Svíþjóð Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira