Navalní fundinn sekur um fjármálamisferli Atli Ísleifsson, Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. mars 2022 08:00 Alexei Navalní sést á eftirlitsskjá þar sem hann stendur inni í dómsal í fangelsi fyrir utan Moskvu þar sem hann afplánar nú fyrri dóm. EPA Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní, einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, var í morgun fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli. Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm og að Navalní verði færður í hámarksöryggisfangelsi fyrir brotin en ekki liggur fyrir hver refsingin í málinu verður. Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Bandamenn Navalní hafa sagt málaferlin af pólitískum rótum sprottin. Hann er meðal annars sakaður fjármálamisferli í tengslum við samtök sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Þannig var komið í veg fyrir að meðlimir samtakanna gætu boðið sig fram til þingkosninga síðasta haust og Navalní ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Samtökin, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru sett á sama stall og Íslamska ríkið, al-Qaeda og nú Facebook og Instagram. Navalní sjálfur var svo í kjölfarið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af yfirvöldum. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Þriðja málið gegn Navalní er einnig rekið gegn honum samtímis en í því er hann sakaður um öfgastefnu. Réttarhöld í málinu fóru fram í fangelsi fyrir utan höfuðborgina Moskvu þar sem Navalní afplánar nú fyrri dóm. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Saksóknari hafði farið fram á þrettán ára dóm og að Navalní verði færður í hámarksöryggisfangelsi fyrir brotin en ekki liggur fyrir hver refsingin í málinu verður. Navalní, sem er 45 ára gamall, er þegar í fangelsi vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut fyrir brot á skilorði vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Bandamenn Navalní hafa sagt málaferlin af pólitískum rótum sprottin. Hann er meðal annars sakaður fjármálamisferli í tengslum við samtök sem hann stofnaði á árum áður en voru í fyrra skilgreind sem öfgasamtök af yfirvöldum í Rússlandi. Þannig var komið í veg fyrir að meðlimir samtakanna gætu boðið sig fram til þingkosninga síðasta haust og Navalní ákærður afturvirkt fyrir að svíkja fé úr fólki sem hafði veitt samtökunum fé. Samtökin, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þau voru sett á sama stall og Íslamska ríkið, al-Qaeda og nú Facebook og Instagram. Navalní sjálfur var svo í kjölfarið skilgreindur sem hryðjuverkamaður af yfirvöldum. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Þriðja málið gegn Navalní er einnig rekið gegn honum samtímis en í því er hann sakaður um öfgastefnu. Réttarhöld í málinu fóru fram í fangelsi fyrir utan höfuðborgina Moskvu þar sem Navalní afplánar nú fyrri dóm.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02