Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2022 15:10 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá erfiðri reynslu sem tengist bágborinni heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en dóttir hennar var hætt komin. Meðferð á henni var fjarstýrt frá Reykjavík. Foto: Jóhann K/Jóhann K. Jóhannsson Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því. Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra. Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Íris greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en tilefnið er umræða um stöðu heilbrigðiskerfisins á landsbyggðinni. Bæjarstjórinn segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá Alþingi til að bæta úr stöðu sem hún telur óásættanlega fyrir landsbyggðarfólk. Í sögu Írisar er dóttir hennar Júnía í aðalhlutverki: „Þann 10. mars 2015 vaknaði hún og gat ekki stigið í fótinn. Mamma hennar (ég) tók passlega mark á þessu og við fórum báðar í skólann. Um hádegi var ljóst að ég yrði að fara með hana á heilsugæsluna hér í Eyjum. Læknirinn sem tók á móti okkur hafði miklar áhyggjur en Júnía mín var þá orðin mun veikari og grunur var um sýkingu í blóðinu sem er mjög alvarlegt. Hann vildi flytja hana strax á barnaspítalann í Reykjavik.“ Heppni að rétta lyfið var valið En það var þá sem vandræðin hófust fyrir alvöru, að sögn Írisar. Sjúkravélin gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs og ekki var heldur hægt að fá þyrluna Gæslunnar. „Meðferðinni á henni var því fjarstýrt frá barnaspítalanum og stóð starfsfólkið hér í Eyjum sig frábærlega. Þetta voru ekki aðstæður sem neinn vildi vera í, við vorum „heppin“ að rétt lyf var valið þrátt fyrir það að barnið komst ekki í nær allar rannsóknir og þau inngrip sem þurfti til að ákveða meðferð.“ Þær mæðgur fóru næsta dag með sjúkraflugi á barnaspítalann þar sem Júnía fékk meðferð við sýkingunni og fór í þær rannsóknir sem hún þurfti og nokkra daga innlögn. „En þessi sólahringur í bið var okkur mjög erfiður en þetta slapp hjá henni og hún náði sér fljótt, sem er ekki alltaf raunin.“ Vantar fjármagn frá Alþingi Að sögn Írisar er staðan í dag enn þannig að sjúkravélin er staðsett á Akureyri ekki í Vestmannaeyjum. Viðbragðstíminn er alltof langur að mati bæjarstjórans: Vélin eða sjúkraþyrla þarf að vera staðsett í Eyjum! „Það er nánast alltaf hægt að fara héðan þó að ekki sé hægt að lenda segja mér fróðari menn og konu. Við höfum margoft rætt þessi mál í bæjarstjórn, bæjarráði og við þingmenn. Sjúkraþyrlu verkefnið er klárt á borðinu.“ Íris segir að það vanti vilja ráðherra og fjármagn frá alþingi til þess að koma því af stað. „Það er löngu komin tími á að ráðherrar og þingmenn sem hafa valdið og ábyrgðina klári þessi mál. Aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu er skert, sem er óásættanlegt, en það má bæta að hluta með betri þjónustu sjúkraflugs eða sjúkraþyrlu,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Umræðan um aðgengi landsbyggðarinnar að heilbrigðisþjónustu opnaðist eftir að tveggja ára barn lést á Þórshöfn á dögunum. Foreldrar barnsins stigu fram í viðtali á dögunum og ræddu samskipti sín við lækni og hjúkrunarfræðing í aðdraganda þess að dóttir þeirra lést skyndilega. Barnið reyndist með Covid-19 en hjúkrunarfræðingur, sem skoðaði barnið en ekki læknir, taldi ekki ástæðu til að framkvæma Covid-próf á barninu eða foreldrunum. Foreldrarnir telja að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur þeirra.
Heilbrigðismál Vestmannaeyjar Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12 Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33 Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21. mars 2022 19:12
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21. mars 2022 12:33
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00