Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 22:51 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að starfshópur sem hann skipaði hafi ekki séð sér fært að klára vinnu sína fyrir mánaðarmótin og því hafi frumvarpið verið tekið af dagskrá. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum. Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum.
Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09