Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2022 10:09 Judge Ketanji Brown Jackson í sal öldungadeildarinnar í gær. AP/Carolyn Kaster Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira