Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HK 23-25 | Mikilvægur sigur Kópavogskvenna Einar Kárason skrifar 23. mars 2022 20:45 HK stúlkur tóku stigin tvö í Vestmannaeyjum. vísir ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. Gestirnir úr Kópavoginum voru í sjöunda sæti, búnar að spila tveimur leikjum meira en ÍBV. HK-stúlkur voru ívið sterkari í byrjun leiks og leiddu megnið af fyrri hálfleiknum en heimaliðið aldrei langt undan. Munurinn milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk en stuttu fyrir hálfleik náði Eyjaliðið að jafna leikinn, 10-10. ÍBV komst þá yfir en á lokamínútu fyrri hálfleiks náði HK að jafna og ÍBV tapaði boltanum í næstu sókn. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tækifærið en áður en fyrri þrjátíu mínútunum lauk náði ÍBV að koma boltanum í netið og komast yfir, 12-11. Síðari hálfleikurinn var framhald af þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið. HK varð fyrir áfalli þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni þrjátíu þegar Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir brot á Linu Cardell sem geystist upp völlinn. Þá var staðan 18-16 og ÍBV í sókn. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu næstu tvö mörkin og jöfnuðu leikinn, 18-18. Áfram var leikurinn hnífjafn og þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan 19-19. HK-stúlkur komust tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir og ÍBV liðið, sem aldrei komst í takt, þurfti að spýta í lófana sem og þær gerðu. Þær jöfnuðu leikinn, 22-22, þegar rúmlega þrjár mínútur eftir lifðu leiks. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom HK aftur yfir og Margrét Ýr Björnsdóttir í marki gestanna varði frá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. Gestaliðið skoraði í næstu sókn og þær því tveimur mörkum yfir fyrir loka mínútu leiksins. Hrafnhildur Hanna minnkaði muninn úr víti en Leandra Salvamoster kláraði leikinn fyrir HK með frábæru marki úr horninu. Lokatölur því 23-25 fyrir gestina úr Kópavogi og ÍBV því tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa ekki tapað leik í deild á árinu 2022. Af hverju vann HK? Það var allt undir hjá gestunum í kvöld og stigin í boði gríðarlega mikilvæg ætla þær sér í úrslitakeppni. Það sást á spilamennsku liðsins að þær voru tilbúnar að skilja allt eftir á parketinu í Eyjum. Eyjaliðið hinsvegar átti alls ekki sinn besta dag og, þrátt fyrir ágætis markvörslu, var varnar- og sóknarleikur liðsins ekki sérstakur. Hverjar stóðu upp úr? Alls voru átta leikmenn sem skoruðu fjögur mörk í kvöld. Fjórar úr liði ÍBV og fimm frá HK. Markmenn beggja liða áttu ágætis dag. Erla Rós Sigmarsdóttir í marki ÍBV varði níu bolta en Margrét Ýr Björnsdóttir í marki HK klukkaði fjórtán talsins. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða brást bogalistin við mark andstæðinga sinna, trekk í trekk. HK geta líklega bætt þann þátt í sínum leik, rétt eins og ÍBV, en þær komu þó boltanum tvisvar sinnum oftar í netið en stórskyttur og lykilmenn Eyjaliðsins og fara því sáttar frá borði. Hvað gerist næst? Skemmtilegt er að segja frá því að liðin mætast aftur í Kórnum á laugardaginn næstkomandi. ÍBV gefst því tækifæri á að bæta upp fyrir leikinn í kvöld á meðan HK-stúlkur mæta fullar sjálfstraust í það verkefni. Sigurður Braga: Ömurlegt út í gegn Sigurður Bragason.vísir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var mjög dapurt. Mjög lélegt. Engar afsakanir. Þetta var ömurlegur leikur. Það var miklu meira hjarta í liði HK og þrátt fyrir að markvarslan hjá okkur hafi verið fín þá erum við hræðilegar sóknarlega. Þetta var bara lélegt.“ Eyjaliðið úr takti „Ég er alveg sammála þér," sagði Sigurður spurður út í taktleysi á liðinu í kvöld. ,,Spennustigið var hátt og við náðum ekki upp neinum hraða. Þetta var fyrsti lélegi leikur okkar í langan tíma og við þurfum að skoða okkar mál.“ „Ég ber þennan leik ekki saman við Valsleikinn (sem tapaðist á undan). Það var allt annar leikur og var ágætis leikur í 45 mínútur en hann endaði illa. Þetta var ömurlegt út í gegn í kvöld, allan leikinn. Lykilleikmenn að klikka í dauðafærum og markmaður þeirra (Margrét Ýr) var eins og Niklas Landin (landsliðsmarkvörður karlaliðs Dana). Þetta var glatað hjá okkur öllum.“ „Við verðum að svara þessu. Við eigum HK aftur á laugardaginn. Sæti í úrslitakeppni er ekki tryggt og HK vissu það fyrir leik að þetta væri þeirra síðasta tækifæri. Þær sýndu það að þær vildu þetta meira. Þarna voru stelpur sem maður veit ekki hverjar eru sem eru að skjóta yfir landsliðskonur hjá okkur og hamra boltann í samskeytin. Við erum með skítinn í buxunum sóknarlega. Ég verð að fá að skoða upptökur og ég verð að taka eitthvað á mig, og ég geri það.“ Spilum á því sem gefur tækifæri til að vinna Arnar Gunnarsson er hann þjálfaði karlalið Fjölnis. Hann tók við HK undir lok febrúarmánaðar.vísir/eyþór „Þetta var mjög flott hjá stelpunum,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari HK, eftir leik. „Þetta var hörkuleikur og við ákváðum það að berjast og selja okkur dýrt. Við höfum verið að vinna í að gera hlutina einfalt og það var þannig sóknarlega hjá okkur í kvöld. Við þurftum að halda töpuðum boltum í lágmarki sem við gerðum ekki í síðasta leik, enda fór hann illa. Það gekk í kvöld og þá erum við inni í leiknum og þetta féll okkar megin sem er gaman.“ „Varnarupplegg okkar tókst nokkuð vel og Margrét var frábær í markinu. Við spiluðum langar og, eflaust finnst þeim, leiðinlegar sóknir en það skilar færum. Maður verður að spila á því sem gefur manni tækifæri á að vinna.“ Stutt í næsta einvígi „…“Það verður eflaust sama baráttan," sagði Arnar varðandi leik HK og ÍBV næsta laugardag. ,,Þær koma til með að selja sig dýrt því þær telja sig örugglega að hafa átt að vinna þennan leik í kvöld. Þær vilja örugglega borga fyrir það en það er okkar að koma leikmönnum okkar niður á jörðina og sýna sömu frammistöðu og í kvöld.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. ÍBV HK Olís-deild kvenna Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
ÍBV tók á móti HK í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjastúlkur töpuðu sínum fyrsta deildarleik á árinu í síðustu umferð og sátu í fimmta sæti. Gestirnir úr Kópavoginum voru í sjöunda sæti, búnar að spila tveimur leikjum meira en ÍBV. HK-stúlkur voru ívið sterkari í byrjun leiks og leiddu megnið af fyrri hálfleiknum en heimaliðið aldrei langt undan. Munurinn milli liðanna varð aldrei meiri en tvö mörk en stuttu fyrir hálfleik náði Eyjaliðið að jafna leikinn, 10-10. ÍBV komst þá yfir en á lokamínútu fyrri hálfleiks náði HK að jafna og ÍBV tapaði boltanum í næstu sókn. Gestirnir náðu ekki að nýta sér tækifærið en áður en fyrri þrjátíu mínútunum lauk náði ÍBV að koma boltanum í netið og komast yfir, 12-11. Síðari hálfleikurinn var framhald af þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að koma boltanum í netið. HK varð fyrir áfalli þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni þrjátíu þegar Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fékk beint rautt spjald fyrir brot á Linu Cardell sem geystist upp völlinn. Þá var staðan 18-16 og ÍBV í sókn. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu næstu tvö mörkin og jöfnuðu leikinn, 18-18. Áfram var leikurinn hnífjafn og þegar um tíu mínútur voru eftir var staðan 19-19. HK-stúlkur komust tveimur mörkum yfir þegar skammt var eftir og ÍBV liðið, sem aldrei komst í takt, þurfti að spýta í lófana sem og þær gerðu. Þær jöfnuðu leikinn, 22-22, þegar rúmlega þrjár mínútur eftir lifðu leiks. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom HK aftur yfir og Margrét Ýr Björnsdóttir í marki gestanna varði frá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. Gestaliðið skoraði í næstu sókn og þær því tveimur mörkum yfir fyrir loka mínútu leiksins. Hrafnhildur Hanna minnkaði muninn úr víti en Leandra Salvamoster kláraði leikinn fyrir HK með frábæru marki úr horninu. Lokatölur því 23-25 fyrir gestina úr Kópavogi og ÍBV því tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa ekki tapað leik í deild á árinu 2022. Af hverju vann HK? Það var allt undir hjá gestunum í kvöld og stigin í boði gríðarlega mikilvæg ætla þær sér í úrslitakeppni. Það sást á spilamennsku liðsins að þær voru tilbúnar að skilja allt eftir á parketinu í Eyjum. Eyjaliðið hinsvegar átti alls ekki sinn besta dag og, þrátt fyrir ágætis markvörslu, var varnar- og sóknarleikur liðsins ekki sérstakur. Hverjar stóðu upp úr? Alls voru átta leikmenn sem skoruðu fjögur mörk í kvöld. Fjórar úr liði ÍBV og fimm frá HK. Markmenn beggja liða áttu ágætis dag. Erla Rós Sigmarsdóttir í marki ÍBV varði níu bolta en Margrét Ýr Björnsdóttir í marki HK klukkaði fjórtán talsins. Hvað gekk illa? Leikmönnum beggja liða brást bogalistin við mark andstæðinga sinna, trekk í trekk. HK geta líklega bætt þann þátt í sínum leik, rétt eins og ÍBV, en þær komu þó boltanum tvisvar sinnum oftar í netið en stórskyttur og lykilmenn Eyjaliðsins og fara því sáttar frá borði. Hvað gerist næst? Skemmtilegt er að segja frá því að liðin mætast aftur í Kórnum á laugardaginn næstkomandi. ÍBV gefst því tækifæri á að bæta upp fyrir leikinn í kvöld á meðan HK-stúlkur mæta fullar sjálfstraust í það verkefni. Sigurður Braga: Ömurlegt út í gegn Sigurður Bragason.vísir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var skiljanlega ekki sáttur með leik síns liðs í kvöld. „Þetta var mjög dapurt. Mjög lélegt. Engar afsakanir. Þetta var ömurlegur leikur. Það var miklu meira hjarta í liði HK og þrátt fyrir að markvarslan hjá okkur hafi verið fín þá erum við hræðilegar sóknarlega. Þetta var bara lélegt.“ Eyjaliðið úr takti „Ég er alveg sammála þér," sagði Sigurður spurður út í taktleysi á liðinu í kvöld. ,,Spennustigið var hátt og við náðum ekki upp neinum hraða. Þetta var fyrsti lélegi leikur okkar í langan tíma og við þurfum að skoða okkar mál.“ „Ég ber þennan leik ekki saman við Valsleikinn (sem tapaðist á undan). Það var allt annar leikur og var ágætis leikur í 45 mínútur en hann endaði illa. Þetta var ömurlegt út í gegn í kvöld, allan leikinn. Lykilleikmenn að klikka í dauðafærum og markmaður þeirra (Margrét Ýr) var eins og Niklas Landin (landsliðsmarkvörður karlaliðs Dana). Þetta var glatað hjá okkur öllum.“ „Við verðum að svara þessu. Við eigum HK aftur á laugardaginn. Sæti í úrslitakeppni er ekki tryggt og HK vissu það fyrir leik að þetta væri þeirra síðasta tækifæri. Þær sýndu það að þær vildu þetta meira. Þarna voru stelpur sem maður veit ekki hverjar eru sem eru að skjóta yfir landsliðskonur hjá okkur og hamra boltann í samskeytin. Við erum með skítinn í buxunum sóknarlega. Ég verð að fá að skoða upptökur og ég verð að taka eitthvað á mig, og ég geri það.“ Spilum á því sem gefur tækifæri til að vinna Arnar Gunnarsson er hann þjálfaði karlalið Fjölnis. Hann tók við HK undir lok febrúarmánaðar.vísir/eyþór „Þetta var mjög flott hjá stelpunum,“ sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari HK, eftir leik. „Þetta var hörkuleikur og við ákváðum það að berjast og selja okkur dýrt. Við höfum verið að vinna í að gera hlutina einfalt og það var þannig sóknarlega hjá okkur í kvöld. Við þurftum að halda töpuðum boltum í lágmarki sem við gerðum ekki í síðasta leik, enda fór hann illa. Það gekk í kvöld og þá erum við inni í leiknum og þetta féll okkar megin sem er gaman.“ „Varnarupplegg okkar tókst nokkuð vel og Margrét var frábær í markinu. Við spiluðum langar og, eflaust finnst þeim, leiðinlegar sóknir en það skilar færum. Maður verður að spila á því sem gefur manni tækifæri á að vinna.“ Stutt í næsta einvígi „…“Það verður eflaust sama baráttan," sagði Arnar varðandi leik HK og ÍBV næsta laugardag. ,,Þær koma til með að selja sig dýrt því þær telja sig örugglega að hafa átt að vinna þennan leik í kvöld. Þær vilja örugglega borga fyrir það en það er okkar að koma leikmönnum okkar niður á jörðina og sýna sömu frammistöðu og í kvöld.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
ÍBV HK Olís-deild kvenna Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira