Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 16:27 Rita er lengst til vinstri á mynd og Giuls heldur á skilti sem á íslensku gæti útlagst sem: Ég sneri á mér ökklann en er samt mætt! Vísir/Sigurjón Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four. Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four.
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39