Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2022 07:01 Karlmaðurinn var meðal annars ákærður fyrir brot gegn þroskaskerti konu í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38