Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2022 14:01 Persónuvernd sektaði ekki ónafngreinda skólann. Vísir/Vilhelm Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna. Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna.
Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira