Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 18:46 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að gæta þurfi þess að afglæpavæðing leiði ekki til stóraukins framboðs á fíkniefnum. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni. Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Það olli meðal annars Pírötum miklum vonbrigðum í vikunni þegar Willum Þór Þórsson dró frumvarp sitt til baka af þingmálaskrá, um að afglæpavæða neysluskammta fíkniefna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það ekki komið frá ríkisstjórninni að taka frumvarpið af dagskrá, heldur vilji ráðherra einfaldlega koma með betur undirbúið mál. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.Stöð 2/Egill „Það hefur verið bent á að það þurfi að vera sterkari forvarnir og fleiri úrræði til meðal annars á heilbrigðissviðinu áður en við förum til að mynda og eltum Portúgal, sem menn hafa verið að benda á. Því að þau voru til þar, en ekki hér. Ég er ekki sammála því að það sé endilega skynsamlegt að senda þau skilaboð að fíkniefni séu lögleg sem við höfum haft bönnuð, heldur verðum við að nálgast þetta verkefni þannig að okkur hefur mistekist á margan hátt að takast á við þetta. Þess vegna ættum við að leita nýrra leiða. Þetta er ein leið til þess. En það er ekki hægt að stökkva þangað eitt og sér, ef þú ert ekki með nein úrræði tilbúin,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að hér vegist á tvö sjónarmið. „Það er annars vegar það að hætta að refsa fíklum vegna fíknar og líta frekar á það sem heilbrigðisvandamál, en hin hliðin á málinu er þá sú að menn slaki þannig á löggjöfinni að það sé í raun og veru verið að stórauka aðgengi að fíkniefnum og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg,“ segir Bjarni. „Ég myndi vilja fara mjög varlega í það að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi,“ segir Bjarni.
Fíkniefnabrot Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15