Verratti biður reiða Ítala um að láta ungu landsliðsmennina í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 11:00 Marco Verratti eftir leikinn á móti Norður Makedóníu þar sem HM-draumur Ítala dó mjög óvænt. EPA-EFE/CARMELO IMBESI Ítalir verða ekki með á HM í fótboltar í Katar í nóvember á þessu ári og verður þetta önnur heimsmeistarakeppnin í röð þar sem ítalska landsliðið er ekki með. Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti. Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Ítalir töpuðu mjög óvænt á móti Norður Makedóníu á heimavelli í umspili um laus sæti á HM 2022 og það er óhætt að segja að ítalska þjóðin hafi farið á hliðina eftir þessi miklu vonbrigði. Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar en hafa ekki keppt á HM síðan keppnin fór fram í Brasilíu árið 2014 þar sem þeir komust ekki upp úr sínum riðli. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Marco Verratti er einn reyndasti og virtasti leikmaður ítalska liðsins en þessi frábæri miðjumaður spilaði á síðasta heimsmeistaramóti Ítala þá aðeins 21 árs gamall. Hann verður 33 ára gamall þegar Ítalir fá næst tækifæri til að spila í úrslitakeppni HM. Verratti þótti ástæða til að biðla til landa sinna í pistli á samfélagmiðlum eftir allt fjaðrafokið síðan áfallið kom í uppbótatíma umspilsleikinn á móti Norður Makedóníu. Verratti þakkaði öllum landsliðshópnum fyrir og setti áherslu á það hversu mikilvægt sé að hgalda áfram baráttunni þegar mótlætið er mest. „Þegar þú vinnur þá er auðvelt að þakka öllum. Ég vil gera það í dag eftir að við féllum úr keppni og misstum af möguleikanum að keppa í eftirsóttustu og fallegustu keppninni fyrir okkur leikmenn en ekki síst fyrir stuðningsmenn Ítalíu út um allan heim,“ skrifaði Marco Verratti. Hann reyndi líka að útskýra fyrir svekktum Ítölum að landsliðsmennirnir væru líka manneskjur sem hafa líka þjáðst mikið síðan að ljóst varð að þeir fengju ekki að spila á HM í ár. Marco Verratti's last 5 matches for club and country: 1-0 loss to North Macedonia 3-0 loss to Monaco 3-1 loss to Real Madrid 1-0 loss to Nice 3-1 loss to Nantes With a WS rating of 7.40 and two WS MotM awards in that time, Verratti has tried his best pic.twitter.com/2KgMfD3snE— WhoScored.com (@WhoScored) March 25, 2022 „Því miður er það eins með fótboltann og lífið sjálft að hlutirnir haldast oft ekki í hendur við væntingarnar. Vonbrigðin eru mikil í dag en við höfum þegar sýnt með vinnusemi, ástríðu og stóru hjarta að allt er mögulegt. Svo, hvort sem það er eftir frábæran sigur eins og síðasta sumar eða eftir súrt tap, þá verðum við að halda áfram að berjast. Fótboltinn er okkar ástríða og ég er viss um að við höldum áfram að gera allt til þess að ná árangri saman,“ skrifaði Verratti. „Eitt í lokin: Ég tel að það sé ekki besta leiðin að svívirða alla því við gerðum allir okkar besta sem var því miður ekki nóg. Fyrst og fremst látið ungu leikmennina okkar í friði. Ef þið vilji endilega svívirða og smána einhvern gerið það við okkur eldri leikmennina. Stundum gleymum við því að við erum öll manneskjur, venjulegar manneskjur og minnstu hlutir geta haft mikil tilfinningaleg áhrif,“ skrifaði Verratti.
Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira