Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið leiki í Lengjudeildinni sumarið 2023. Eftir góða spilamennsku framan af síðasta sumri þá fjaraði heldur betur undan Keflvíkingum og á endanum var liðið í raun heppið að halda sæti sínu í deildinni. Það komst samt einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Keflavíkur og eftir valdabaráttu á toppnum er Sigurður Ragnar Eyjólfsson orðinn einn þjálfari liðsins. Þá hafa orðið breytingar á skrifstofu Keflavíkur en bæði framkvæmdastjóri félagsins, Jónas Guðni Sævarsson, og yfirþjálfari yngri flokka, Jóhann Birnir Guðmundsson, eru hættir. Mikil meiðsli herja á annars þunnan leikmannahóp liðsins en óvíst er hvort bakvörðurinn sókndjarfi Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er einnig frá og það sama má segja um Adam Árna Róbertsson. Hinir tveir ættu að geta spilað í sumar en hversu mikið á eftir að koma í ljós. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (10. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 11 prósent stiga í húsi (2 af 18) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 3. júlí 3-2 útisigur á Stjörnunni sem þýddi að liðið var búið að taka 10 stig í fjórum síðustu leikjum. Versti dagur: 21. ágúst 5-0 tap á útivelli á móti FH var versti dagurinn í skelfilegum tveggja stiga ágúst. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (23 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (38 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 8. sæti (8 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (16. júní til 20. júní) Flestir tapleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Markahæsti leikmaður: Joey Gibbs 10 Flestar stoðsendingar: Ingimundur Aron Guðnason 3 Þáttur í flestum mörkum: Joey Gibbs 12 Flest gul spjöld: Davíð Snær Jóhannsson 8 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Keflavíkur í sumar.vísir/hjalti Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður (f. 1997): Stóð sig mjög vel síðasta sumar og virtist hafa hrist af sér hörmungarsumarið 2018 er Keflavík féll með aðeins fjögur stig. Það er ljóst að markvörðurinn röggsami mun hafa í nægu að snúast í sumar og þarf að eiga annað eins tímabil í ár ætli félagið að halda sæti sínu í Bestu-deildinni. Frans Elvarsson, miðjumaður (f. 1990): Klókur miðjumaður sem les leikinn vel, lykilmaður í öllu uppspili og ekki skemmir fyrir að hann skorar alltaf sín 2-3 mörk á tímabili. Er á sínu ellefta ári með Keflavík og þarf í sumar að nýta alla þá reynslu sem hann hefur sankað að sér á þeim tíma. Joey Gibbs, sóknarmaður (f. 1992): Kom eins og stormsveipur inn í lið Keflavíkur sumarið 2020 er liðið flaug upp úr Lengjudeildinni. Skoraði tíu mörk síðasta sumar og var stór ástæða þess að Keflavík hélt sér uppi. Mun hins vegar yfirgefa liðið tímabundið um mitt mót þar sem hann er að verða faðir, þarf því að vera fljótur að finna sig bæði í upphafi sem og eftir fríið ef ekki á illa að fara. Sindri Kristinn Ólafsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs þurfa að eiga gott sumar fyrir Keflavík.vísir/vilhelm/daníel/hulda margrét Fylgist með: Patrik Johannesen, sóknarmaður (f. 1995) Færeyskur framherji sem hefur verið duglegur að flakka á milli liða á undanförnum árum. Skoraði þrettán mörk í 21 leik fyrir Egersund í 3. deild Noregs á síðasta ári og vonast fólk á Suðurnesjum eftir því að hann geti endurtekið leikinn í Bestu-deildinni. Frammistaðan í Lengjubikarnum lofaði allavega góðu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Keflavíkur.vísir/hjalti Keflvíkingar hafa ekki farið í neinar grafgötur með það að þeir leita enn að frekari liðsstyrk og vert er að hafa í huga að félagaskiptaglugginn lokast ekki fyrr en á miðnætti 11. maí. Engu að síður hafa þeir gert þokkalega á markaðnum. Patrik Johannesen skoraði sigurmark Færeyja gegn Liechtenstein í síðasta landsleikjaglugga og hefur skorað urmul af mörkum með sínum félagsliðum. Það hefur hins vegar verið í slakari deildum en þeirri Bestu en Keflvíkingar binda eðlilega miklar vonir við Patrik í sóknarleik sínum. Þeir gerðu einnig vel í að fá Sindra Snæ Magnússon aftur til sín á miðjuna, eftir að hafa selt Davíð Snæ Jóhannsson til Ítalíu, og Ernir Bjarnason eykur breiddina á miðsvæðinu. Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka býr svo yfir mikilli reynslu úr finnsku úrvalsdeildinni, hefur einnig leikið Evrópuleiki og var í finnska landsliðshópnum fyrir fáeinum árum. Keflavík seldi hins vegar bakvörðinn Ástbjörn Þórðarson til FH, þar sem hann hefur þegar tryggt liðinu Lengjubikarmeistaratitil með sigurmarki í úrslitaleiknum, og Marley Blair kvaddi óvænt um miðjan mars og hélt heim til Englands af persónulegum ástæðum. Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 49 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 4 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 8 ár (Elías Már Ómarsson 2014) Að lokum … Eysteinn Húni Hauksson steig til hliðar eftir síðasta tímabil og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fékk lyklana að Keflavíkurliðinu.Vísir/Hulda Margrét Eftir annus horriblis 2018 litu Keflvíkingar inn á við, gerðu hlutina skynsamlega og komu sér aftur upp. Markmið síðasta tímabils náðist og nú þarf að halda sjó og festa Keflavík í sessi sem efstu deildar lið. Spurningin er hvaða áhrif breytingar utan vallar hafi á leik liðsins og hvort Keflvíkingar séu mátaðir eftir valdatafl þjálfaranna. Leikmannahópurinn er ekki sterkari en í fyrra og óvíst er hvort styrkur liðsins sé nógu mikill til að halda sér uppi. Það er því hætt við að öll uppbyggingin í kjölfar afhroðsins 2018 fari fyrir lítið og Keflvíkingar endi aftur á byrjunarreit í haust. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið leiki í Lengjudeildinni sumarið 2023. Eftir góða spilamennsku framan af síðasta sumri þá fjaraði heldur betur undan Keflvíkingum og á endanum var liðið í raun heppið að halda sæti sínu í deildinni. Það komst samt einnig í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Keflavíkur og eftir valdabaráttu á toppnum er Sigurður Ragnar Eyjólfsson orðinn einn þjálfari liðsins. Þá hafa orðið breytingar á skrifstofu Keflavíkur en bæði framkvæmdastjóri félagsins, Jónas Guðni Sævarsson, og yfirþjálfari yngri flokka, Jóhann Birnir Guðmundsson, eru hættir. Mikil meiðsli herja á annars þunnan leikmannahóp liðsins en óvíst er hvort bakvörðurinn sókndjarfi Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er einnig frá og það sama má segja um Adam Árna Róbertsson. Hinir tveir ættu að geta spilað í sumar en hversu mikið á eftir að koma í ljós. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (10. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 11 prósent stiga í húsi (2 af 18) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 3. júlí 3-2 útisigur á Stjörnunni sem þýddi að liðið var búið að taka 10 stig í fjórum síðustu leikjum. Versti dagur: 21. ágúst 5-0 tap á útivelli á móti FH var versti dagurinn í skelfilegum tveggja stiga ágúst. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (23 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (38 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 8. sæti (8 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (16. júní til 20. júní) Flestir tapleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Markahæsti leikmaður: Joey Gibbs 10 Flestar stoðsendingar: Ingimundur Aron Guðnason 3 Þáttur í flestum mörkum: Joey Gibbs 12 Flest gul spjöld: Davíð Snær Jóhannsson 8 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Keflavíkur í sumar.vísir/hjalti Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður (f. 1997): Stóð sig mjög vel síðasta sumar og virtist hafa hrist af sér hörmungarsumarið 2018 er Keflavík féll með aðeins fjögur stig. Það er ljóst að markvörðurinn röggsami mun hafa í nægu að snúast í sumar og þarf að eiga annað eins tímabil í ár ætli félagið að halda sæti sínu í Bestu-deildinni. Frans Elvarsson, miðjumaður (f. 1990): Klókur miðjumaður sem les leikinn vel, lykilmaður í öllu uppspili og ekki skemmir fyrir að hann skorar alltaf sín 2-3 mörk á tímabili. Er á sínu ellefta ári með Keflavík og þarf í sumar að nýta alla þá reynslu sem hann hefur sankað að sér á þeim tíma. Joey Gibbs, sóknarmaður (f. 1992): Kom eins og stormsveipur inn í lið Keflavíkur sumarið 2020 er liðið flaug upp úr Lengjudeildinni. Skoraði tíu mörk síðasta sumar og var stór ástæða þess að Keflavík hélt sér uppi. Mun hins vegar yfirgefa liðið tímabundið um mitt mót þar sem hann er að verða faðir, þarf því að vera fljótur að finna sig bæði í upphafi sem og eftir fríið ef ekki á illa að fara. Sindri Kristinn Ólafsson, Frans Elvarsson og Joey Gibbs þurfa að eiga gott sumar fyrir Keflavík.vísir/vilhelm/daníel/hulda margrét Fylgist með: Patrik Johannesen, sóknarmaður (f. 1995) Færeyskur framherji sem hefur verið duglegur að flakka á milli liða á undanförnum árum. Skoraði þrettán mörk í 21 leik fyrir Egersund í 3. deild Noregs á síðasta ári og vonast fólk á Suðurnesjum eftir því að hann geti endurtekið leikinn í Bestu-deildinni. Frammistaðan í Lengjubikarnum lofaði allavega góðu. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Keflavíkur.vísir/hjalti Keflvíkingar hafa ekki farið í neinar grafgötur með það að þeir leita enn að frekari liðsstyrk og vert er að hafa í huga að félagaskiptaglugginn lokast ekki fyrr en á miðnætti 11. maí. Engu að síður hafa þeir gert þokkalega á markaðnum. Patrik Johannesen skoraði sigurmark Færeyja gegn Liechtenstein í síðasta landsleikjaglugga og hefur skorað urmul af mörkum með sínum félagsliðum. Það hefur hins vegar verið í slakari deildum en þeirri Bestu en Keflvíkingar binda eðlilega miklar vonir við Patrik í sóknarleik sínum. Þeir gerðu einnig vel í að fá Sindra Snæ Magnússon aftur til sín á miðjuna, eftir að hafa selt Davíð Snæ Jóhannsson til Ítalíu, og Ernir Bjarnason eykur breiddina á miðsvæðinu. Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka býr svo yfir mikilli reynslu úr finnsku úrvalsdeildinni, hefur einnig leikið Evrópuleiki og var í finnska landsliðshópnum fyrir fáeinum árum. Keflavík seldi hins vegar bakvörðinn Ástbjörn Þórðarson til FH, þar sem hann hefur þegar tryggt liðinu Lengjubikarmeistaratitil með sigurmarki í úrslitaleiknum, og Marley Blair kvaddi óvænt um miðjan mars og hélt heim til Englands af persónulegum ástæðum. Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 49 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 4 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 8 ár (Elías Már Ómarsson 2014) Að lokum … Eysteinn Húni Hauksson steig til hliðar eftir síðasta tímabil og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fékk lyklana að Keflavíkurliðinu.Vísir/Hulda Margrét Eftir annus horriblis 2018 litu Keflvíkingar inn á við, gerðu hlutina skynsamlega og komu sér aftur upp. Markmið síðasta tímabils náðist og nú þarf að halda sjó og festa Keflavík í sessi sem efstu deildar lið. Spurningin er hvaða áhrif breytingar utan vallar hafi á leik liðsins og hvort Keflvíkingar séu mátaðir eftir valdatafl þjálfaranna. Leikmannahópurinn er ekki sterkari en í fyrra og óvíst er hvort styrkur liðsins sé nógu mikill til að halda sér uppi. Það er því hætt við að öll uppbyggingin í kjölfar afhroðsins 2018 fari fyrir lítið og Keflvíkingar endi aftur á byrjunarreit í haust. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti og þeim var spáð (10. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 78 prósent stiga í húsi (7 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 11 prósent stiga í húsi (2 af 18) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 3. júlí 3-2 útisigur á Stjörnunni sem þýddi að liðið var búið að taka 10 stig í fjórum síðustu leikjum. Versti dagur: 21. ágúst 5-0 tap á útivelli á móti FH var versti dagurinn í skelfilegum tveggja stiga ágúst. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (21 stig) Sóknarleikur: 9. sæti (23 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (38 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 10. sæti (13 stig) Árangur á útivelli: 8. sæti (8 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (16. júní til 20. júní) Flestir tapleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Markahæsti leikmaður: Joey Gibbs 10 Flestar stoðsendingar: Ingimundur Aron Guðnason 3 Þáttur í flestum mörkum: Joey Gibbs 12 Flest gul spjöld: Davíð Snær Jóhannsson 8
Hversu langt er síðan að Keflavík .... ... varð Íslandsmeistari: 49 ár (1973) ... varð bikarmeistari: 16 ár (2006) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 4 ár (2018) ... átti markakóng deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti besta leikmann deildarinnar: 14 ár (Guðmundur Steinarson 2008) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 8 ár (Elías Már Ómarsson 2014)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01