Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:42 Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er afar ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og telur að mistökin megi rekja til „mikilmennskuæðis“ hennar. vísir/vilhelm Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Það kom því í hlut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að sinna hlutverki stjórnarandstöðunnar allrar á kynningunni í ljósi þess að hann var eini fulltrúi hennar þar. Guðbrandur Einarsson og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fengu ekki boð á kynninguna en hinir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem fengu boð forfölluðust. „Þannig að úr varð, vegna eðlilegra annarra forfalla að ég var sá eini úr stjórnarandstöðunni sem sat á þessum fundi. Það var mjög „kúnstugt“. Það var mjög áhugaverð upplifun verð ég að segja og má segja að ég hafi haft nóg að gera til að sinna störfum stjórnarandstöðunnar á þeim fundi en þá er ég samt ekki í þeirri stöðu. Það er hver og einn flokkur fyrir sig og það verður að bjóða öllum,“ sagði Björn Leví. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, steig því næst í pontu og tók undir með þingmanni Pírata. Hún sagði að síðastliðið haust hefði ríkisstjórnin beitt „áður óþekktu meirihlutaræði“ til að fjölga nefndarmönnum stjórnarflokkanna í fastanefndum Alþingis þvert á varnaðarorð stjórnarandstöðunnar sem taldi að þetta fyrirkomulag myndi hafa neikvæð áhrif á störfin á Alþingi, framkvæmdina og lýðræðið. Hanna kveðst hafa séð ýmis merki þess að þetta fyrirkomulag hafi verið vanhugsað en skýrasta dæmið væri þó að áheyrnarfulltrúunum hafi ekki verið boðið. „Nú geri ég alveg ráð fyrir því að það hafi verið mistök en það er nákvæmlega þessi mistök sem þetta fljótræði, þessi valdbeiting, þetta hugsunarleysi, þetta mikilmennskuæði stjórnarflokkanna leiðir af sér,“ sagði Hanna Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46 Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00 Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Gætu þurft að sætta sig við að þingskapalög verði brotin Þingflokksformenn hafa misjafnar hugmyndir um hvernig eigi að jafna kynjahlutfall í fastanefndum þingsins. Stjórnarandstaðan bendir á stjórnina sem segir málið hins vegar vera á sameiginlegri ábyrgð allra flokka. 6. desember 2021 11:46
Stjórn og stjórnarandstaða takast enn á um skipan nefnda Stjórnarandstaðan er ekki sátt við það sem stjórnarflokkarnir bjóða í nefndarmálum á Alþingi. 7. desember 2017 20:00
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49