Reiður eftir að Maguire mátti þola baul frá eigin stuðningsmönnum Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 08:31 Harry Maguire í leiknum gegn Fílabeinsströndinni á Wembley í gær, þar sem baulað var á hann. Getty/Alex Pantling Stuðningsmenn enska landsliðsins í fótbolta bauluðu á Harry Maguire, miðvörð Manchester United, þegar hann var kynntur til leiks á Wembley í gærkvöld fyrir vináttulandsleikinn við Fílabeinsströndina. England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
England vann leikinn 3-0 en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var engu að síður ósáttur eftir leik og harmaði hegðun stuðningsmannanna. „Þessar móttökur voru grín. Algjört grín,“ sagði Southgate. Maguire hefur átt erfitt tímabil með Manchester United og valdið miklum vonbrigðum en verið í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu sem komist hefur í undanúrslit HM og úrslitaleik EM á undanförnum árum. Sumir stuðningsmanna enska landsliðsins héldu áfram að baula á Maguire þegar hann snerti boltann fyrst í leiknum en þetta var 42. landsleikur þessa 29 ára miðvarðar. Gætu örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta „Ég veit ekki hverjum þetta á að gagnast,“ sagði Southgate um baul stuðningsmannanna. „Annað hvort erum við í þessu saman eða ekki. Ég er viss um að ef maður spyrði nokkra þeirra þá gætu þeir örugglega ekki svarað því af hverju þeir gerðu þetta. Þetta er múgæsingur. Á einum enda leikvangsins vorum við með harðkjarna stuðningsmenn sem reyndu að fá nafnið hans sungið – þetta voru ekki allir,“ sagði Southgate. Southgate late quotes on Maguire booing: Players have thought in the past: Do I want to go (with England)? Because when it turns a bit difficult the crowd are going to turn on me. That happened with John Barnes, it happens with Ashley Cole & with Raheem Sterling. Now Harry. pic.twitter.com/dObGrjbpyH— Darren Lewis (@MirrorDarren) March 30, 2022 Komið fyrir fleiri „Leikmenn munu horfa á þetta og hugsa með sér; Þetta gæti verið ég. Þetta fær leikmenn til að vilja ekki koma. Þetta kom fyrir John Barnes hérna, þetta kom fyrir Ashley Cole nokkrum sinnum, þetta kom fyrir Raheem og núna Harry,“ sagði Southgate. „Við þurfum á því að halda að Harry spili vel. Við vinnum ekki HM með fullt af leikmönnum sem hafa bara spilað 3-4 landsleiki. Það hefur aldrei gerst í sögu leiksins,“ sagði Southgate og var greinilega mikið niðri fyrir. Total embarrassment from whoever boo d tonight. @HarryMaguire93 has been incredible every single time he s put on the England shirt. Absolute nonsense now it s becoming. Back your own players. Especially with a Major tournament coming up. https://t.co/OdqM9F0Uw8— Declan Rice (@_DeclanRice) March 29, 2022 Fleiri hafa gagnrýnt hegðun stuðningsmannanna, meðal annars Declan Rice liðsfélagi Maguire í landsliðinu: „Algjörlega til skammar hjá þeim sem að bauluðu í kvöld. Harry Maguire hefur verið ótrúlegur í hvert einasta skipti sem hann klæðist ensku landsliðstreyjunni. Þetta er orðið algjört kjaftæði. Styðjið ykkar eigin leikmenn. Sérstaklega nú þegar stórmót nálgast,“ sagði Rice og vísaði til HM í Katar í lok árs.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira