„Alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. mars 2022 22:12 Runólfur segir að eina veðurfarslega ástæðan sem stöðvað geti lestarsamgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur sé vindurinn. Vindhraði megi ekki ná meira en 26 metrum á sekúndu en hann telur að við slíkar aðstæður yrði Reykjanesbrautinni eða flugvellinum líklega lokað. Vindhraðinn hafi því tæplega áhrif á fluglestina. Getty Stjórnarformaður í Fluglestinni, þróunarfélagi um lestarsamgöngur, segir ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi aldrei borga sig. Framkvæmdin yrði gríðarlega dýr og farþegafjöldinn tæpast sá sami og færi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur. Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hefur mikið verið talað um mikilvægi lestarkerfis hér á landi síðastliðna viku eða svo. Jón Gnarr hefur til að mynda talað því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. Lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð,“ sagði Jón í tísti í vikunni. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur einnig vakið athygli á Twitter og ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Aðspurður segir hann að svo sé ekki. Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í umræðum um lestarkerfi hér á landi eru Friðjón Friðjónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hann segir að dæmið gangi eiginlega alls ekki upp. Kostnaður við lest milli Reykjavíkur og Akureyrar yrði allt of mikill. Friðjón tekur dæmi um kostnað við byggingu lestarkerfis í Kína og í Bandaríkjunum. Hann segir kílómeterinn við lagningu lestarteina í Kína kosta um tvo milljarða króna en í Bandaríkjunum kostar kílómeterinn sjö milljarða. „Bein lína frá Ak til Rvk er 250km. Í gegnum jökul, fjöll og ósnortin víðerni. Gefum okkur að lestin kosti mitt á milli Kína og USA, nær Kína samt. 250km x 4ma gefa okkur 1000 milljarða í byggingarkostnað. Við erum enn að fara í beina línu milli Akureyrar og Reykjavíkur,“ segir Friðjón. Við fáum þessa 1000 milljarða að láni og borgum bara 1,5% vexti. Það gerir vaxtabyrði upp á 15 milljarða á ári sem reksturinn yrði að standa undir. Það eru ríflega 41 milljónir á dag. Ef við seljum 1000 ferðir á dag allt árið um kring. 3/5— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) March 29, 2022 Runólfur Ágústsson stjórnarformaður í Fluglestinni tekur í sama streng og segir að kostnaður við framkvæmdina gæti líklega aldrei staðið undir sér. Fyrsta skref í lestarsamgöngum hér á landi væri að ráðast í framkvæmd fluglestar, sem færi frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Það er alveg ljóst að lest milli Reykjavíkur og Akureyrar myndu aldrei borga sig þannig að fargjöld gætu staðið undir framkvæmdinni - öfugt við lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig þyrfti samfélagið að koma inn ef það vildi fá slíka framkvæmd sem myndi vissulega kannski skapa möguleika á því að tengja Reykjavík og Akureyri um kjöl,“ sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að meginforsenda fyrir framkvæmdunum sé sú að þær standi að minnsta kosti að einhverju leyti undir sér. Með ferðamönnum, sem kæmu til með að nýta sér fluglest, væri kominn raunhæfur kostur. „Þetta snýst náttúrulega allt um farþegafjölda. Lest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur út frá þessum forsendum, þeir sem eru daglegir notendur eru að greiða allt önnur verð en túristar sem eru að borga eina ferð,“ segir Runólfur.
Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Reykjavík Akureyri Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira