Skilur ekki af hverju hún var ekki send í keisaraskurð Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2022 18:50 Eydís Eyjólfsdóttir furðar sig á því að hún hafi ekki verið send í keisaraskurð við fæðingu sonar síns árið 2001. Skjáskot/Stöð 2 Kona sem varð 75 prósent öryrki eftir fæðingu sonar síns um aldamótin segir að heilbrigðiskerfið hafi brugðist henni og syninum, sem var hætt kominn í fæðingunni. Doktor í félagsfræði segir ofuráherslu á náttúrulegar fæðingar á Íslandi skaðlega mæðrum. Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Í febrúar 2001 eignast Eydís annað barn. Eydís gekk sextán daga fram yfir settan dag og furðar sig á því að hún hafi verið gangsett svo seint í ljósi þess hversu erfiða fæðingu hún átti að baki, auk þess sem drengurinn var mjög stór, tæp fimm kíló og 56 sentímetrar, og hún sjálf smágerð. Starfsfólk fæðingardeildar Landspítala hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar og læknis hennar þess efnis. Eðlilegast hefði verið að senda hana í keisaraskurð. „Og ég fæði hann þessum sextán dögum síðar, ódeyfð [í mænu]. Ég fékk spangardeyfingu sem er vanalega ekki notuð. Hálftíma fyrir fæðinguna er ég með verk frá herðablaði og alveg niður að hné,“ segir Eydís. Alveg blár við fæðingu Hún kveðst hafa hlotið alvarleg meiðsl á mjaðmagrind, spjaldlið, mjóbaki og mjöðm í fæðingunni. „Ég fékk 75 prósent örorku. Ég gat ekkert setið fyrstu tvö, þrjú árin.“ Þá segir Eydís mikla mildi að sonur hennar hafi lifað fæðinguna af. „Þegar hann fæðist þá er hann bara með fimm í lífsmörk, var alveg blár og það fyrsta sem ég segi þegar þau réttu mér hann var: Takið þið barnið vegna þess að hann er dáinn. Það var bara það eina sem ég sá. Hann var alveg svartur. Blásvartur.“ Þessi mynd er tekin um hálftíma eftir að sonur Eydísar kom í heiminn. Litarhaftið hafði þá stórbatnað en Eydís lýsir því að hann hafi verið helblár þegar hann fæddist. Eydísi, sem greindist með taugasjúkdóm fyrir fæðingu barna sinna en var orðin hress af honum þegar hún fæddi að eigin sögn, var synjað um bætur frá Sjúkratryggingum á sínum tíma. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar Tryggingarstofnunar frá 2003 segir meðal annars að ekki verði annað séð en að meðgöngueftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Pressa á náttúrulegar fæðingar Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. „Ég held að hún þjóni ekki hagsmunum kvenna. Og það er það sem mínar rannsóknir hafa sýnt fram á, að konur upplifi þetta sem pressu. Að konur upplifi að þær hafi brugðist ef þær ná ekki að fæða náttúrulega,“ segir Sunna. „Það er mín von að það verði núna hlustað á konur og að við förum að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Í febrúar 2001 eignast Eydís annað barn. Eydís gekk sextán daga fram yfir settan dag og furðar sig á því að hún hafi verið gangsett svo seint í ljósi þess hversu erfiða fæðingu hún átti að baki, auk þess sem drengurinn var mjög stór, tæp fimm kíló og 56 sentímetrar, og hún sjálf smágerð. Starfsfólk fæðingardeildar Landspítala hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar og læknis hennar þess efnis. Eðlilegast hefði verið að senda hana í keisaraskurð. „Og ég fæði hann þessum sextán dögum síðar, ódeyfð [í mænu]. Ég fékk spangardeyfingu sem er vanalega ekki notuð. Hálftíma fyrir fæðinguna er ég með verk frá herðablaði og alveg niður að hné,“ segir Eydís. Alveg blár við fæðingu Hún kveðst hafa hlotið alvarleg meiðsl á mjaðmagrind, spjaldlið, mjóbaki og mjöðm í fæðingunni. „Ég fékk 75 prósent örorku. Ég gat ekkert setið fyrstu tvö, þrjú árin.“ Þá segir Eydís mikla mildi að sonur hennar hafi lifað fæðinguna af. „Þegar hann fæðist þá er hann bara með fimm í lífsmörk, var alveg blár og það fyrsta sem ég segi þegar þau réttu mér hann var: Takið þið barnið vegna þess að hann er dáinn. Það var bara það eina sem ég sá. Hann var alveg svartur. Blásvartur.“ Þessi mynd er tekin um hálftíma eftir að sonur Eydísar kom í heiminn. Litarhaftið hafði þá stórbatnað en Eydís lýsir því að hann hafi verið helblár þegar hann fæddist. Eydísi, sem greindist með taugasjúkdóm fyrir fæðingu barna sinna en var orðin hress af honum þegar hún fæddi að eigin sögn, var synjað um bætur frá Sjúkratryggingum á sínum tíma. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar Tryggingarstofnunar frá 2003 segir meðal annars að ekki verði annað séð en að meðgöngueftirlit hafi verið með eðlilegum hætti. Pressa á náttúrulegar fæðingar Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. „Ég held að hún þjóni ekki hagsmunum kvenna. Og það er það sem mínar rannsóknir hafa sýnt fram á, að konur upplifi þetta sem pressu. Að konur upplifi að þær hafi brugðist ef þær ná ekki að fæða náttúrulega,“ segir Sunna. „Það er mín von að það verði núna hlustað á konur og að við förum að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10