Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 15:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum. Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira