Sunna Karen verðlaunuð fyrir umfjöllun ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2022 18:19 Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hlaut nú síðdegis Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir umfjöllun ársins. Hún fjallaði um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu. Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni fékk Blaðamannaverðlaun ársins, Ásdís Ásgeirsdóttir á Morgunblaðinu var verðlaunuð fyrir viðtal ársins og Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Sigurvegarar kvöldsins frá vinstri: Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson.Vísir/Erla Rökstuðningur dómnefndar: Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu, fær verðlaun fyrir viðtal ársins: Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum, fá verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins: Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, fær verðlaun fyrir umfjöllun ársins: Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni, fær blaðamannaverðlaun ársins Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Í fréttinni hér að neðan má sjá þá sem hlutu tilnefningu.
Fjölmiðlar Læknamistök á HSS Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira