Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 20:04 Nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent. Um 150 manns sóttu í vikunni tveggja daga ráðstefnu Skógræktarinnar, sem bar yfirskriftina „Skógrækt 2030 – Ábyrg framtíð“ og var haldin á Hótel Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og farið í skoðunarferð á Laugarvatn. Frétt þingsins er þó þessi. „Já, það eru tíðindi, við erum núna komin upp fyrir tvö prósent af landinu, sem er þá vaxið af skógi og kjarri en var áður í kringum eitt prósent, þannig að það margt að gerast. Þetta er stór frétt, það er alltaf áfangi þegar maður kemst yfir eitt prósent í viðbót,“ segir Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá. En hverju þakkar Arnór þessa aukningu? „Það er auðvitað þessi aukna skógrækt, sem hefur verið í gangi á Íslandi. Við vorum með eitthvað um sjö þúsund hektara af ræktuðum skógi á Íslandi 1990 en þeir eru orðnir núna fjörutíu og fimm þúsund. Þetta er bara það mikla skógræktarátak, sem hefur farið fram í landinu.“ Mjög góð þátttaka var á ráðstefnu Skógræktarinnar á Hótel Geysi í Haukadal í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnþór segir líka að náttúrulegu birkiskógarnir séu að bæta við sig og að það séu ný tíðindi því fram að því hafa þeir verið að gefa heldur eftir alveg frá landnámi. Arnór segir mikla ánægju með hvað skógrækt gengur vel á Íslandi og hvað það er mikill áhugi á ræktuninni út um allt land. „Já, við erum mjög ánægðir og við viljum auðvitað halda áfram. Það er bara að rækta meiri skóg, það er mottóið,“ segir hann kampakátur. Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Um 150 manns sóttu í vikunni tveggja daga ráðstefnu Skógræktarinnar, sem bar yfirskriftina „Skógrækt 2030 – Ábyrg framtíð“ og var haldin á Hótel Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð. Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt og farið í skoðunarferð á Laugarvatn. Frétt þingsins er þó þessi. „Já, það eru tíðindi, við erum núna komin upp fyrir tvö prósent af landinu, sem er þá vaxið af skógi og kjarri en var áður í kringum eitt prósent, þannig að það margt að gerast. Þetta er stór frétt, það er alltaf áfangi þegar maður kemst yfir eitt prósent í viðbót,“ segir Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá. En hverju þakkar Arnór þessa aukningu? „Það er auðvitað þessi aukna skógrækt, sem hefur verið í gangi á Íslandi. Við vorum með eitthvað um sjö þúsund hektara af ræktuðum skógi á Íslandi 1990 en þeir eru orðnir núna fjörutíu og fimm þúsund. Þetta er bara það mikla skógræktarátak, sem hefur farið fram í landinu.“ Mjög góð þátttaka var á ráðstefnu Skógræktarinnar á Hótel Geysi í Haukadal í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Arnþór segir líka að náttúrulegu birkiskógarnir séu að bæta við sig og að það séu ný tíðindi því fram að því hafa þeir verið að gefa heldur eftir alveg frá landnámi. Arnór segir mikla ánægju með hvað skógrækt gengur vel á Íslandi og hvað það er mikill áhugi á ræktuninni út um allt land. „Já, við erum mjög ánægðir og við viljum auðvitað halda áfram. Það er bara að rækta meiri skóg, það er mottóið,“ segir hann kampakátur. Arnór Snorrason skógfræðingur á rannsóknarstöð Skógræktar á Mógilsá.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira