Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 2. apríl 2022 21:15 Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann. Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Þeir Arnar Þór Jónsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram frumvarp í gær sem snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. „Við bara teljum það að þessi tími sé liðinn. Að þetta sé ógagnsætt kerfi. Þannig við viljum heiðra listamenn en við teljum að þessi takmörkuðu heiðurslaun séu ekki rétta aðferðin til þess,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríkið launar listamönnum vinnu sína. Almenn listamannalaun, sem fjöldi listamanna sækir um árlega. Og síðan heiðurslaunin en þau geta allt að 25 listamenn fengið úthlutuð og eru tryggð allt til dauðadags. Þeir eru nú 23 sem eru á heiðurslaunum. Þessir 23 listamenn fá heiðurslaun.Stöð 2 Vilhjálmur segir mikilvægt að halda áfram að heiðra listamenn en að greiða þeim föst laun út ævina sé ekki rétt leið. Arfavitlaus hugmynd Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, hefur þetta að segja um hugmynd Sjálfstæðismanna: „Hún er náttúrulega afleit. Þetta er engin lausn. Þetta slær mig svona eins og menn hafi stokkið svona inn í rými til að gera sig gildandi og breiða.“ Hann segir margt fínt í gagnrýni þingmannanna á kerfið sjálft. „Þetta er allt bara svona umræða sem er góð og gagnleg en að einhvern veginn slá bara pennastriki yfir þetta í dag vegna þess að það má gera betur - Það er bara afleit hugmynd og arfavitlaus,“ segir hann. Hann vill frekar efla veg og virðingu heiðurslaunakerfisins. „Þannig að fólk bæri virðingu fyrir þessu og þetta yrði sýnilegt. Einmitt kannski vandræðagangurinn allur í kring um þetta gerir þetta þess vegna kannski svona viðkvæmt fyrir popúlískum árásum,“ segir Erling Vilhjálmur segist ekki vera andstæðingur listamanna og óttast ekki að vera úthrópaður sem slíkur vegna frumvarpsins. „Listamenn eru sjálfstæðir í sinni list og túlka margt í sinni list og ég er sjálfstæður í minni pólitík,“ segir hann.
Listamannalaun Alþingi Menning Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent