Fyrrverandi stjóri Man Utd er með krabbamein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 07:00 Louis Van Gaal ræðir við fjölmiðla eftir síðasta landsleik Hollendinga á móti Þjóðverjum. Þá vissi enginn þar að hann væri veikur. EPA-EFE/Koen van Weel Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United og núverandi landsliðsþjálfari Hollendinga, greindi frá því í gær að hann er með krabbamein. Van Gaal sagði frá því í sjónvarpsviðtali í Hollandi í gær að hann sé í meðferð vegna blöðruhálskrabbameins. Van Gaal er sjötugur en hann ákvað að segja ekki leikmönnum sínum frá veikindum sínum í landsliðsglugganum sem lauk í síðustu viku. Louis van Gaal reveals he has been receiving prostate cancer treatment https://t.co/fv1tebN6g4— Guardian news (@guardiannews) April 3, 2022 „Ég sagði ekki leikmönnum mínum frá þessu af því að ég vildi ekki láta þetta trufla þá,“ sagði Louis van Gaal sem er að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í Katar í nóvember. Van Gaal er landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið en undir hans stjórn náði liðið meðal annars þriðja sætinu á HM 2014. Everybody at Manchester United is fully behind our former manager, Louis van Gaal, in his battle against cancer.Sending you strength and courage, Louis pic.twitter.com/axcB7mV5To— Manchester United (@ManUtd) April 3, 2022 Hann segist hafa laumast á sjúkrahúsið í nóttinni í landsliðsglugganum til að koma í veg fyrir að leikmenn hans fréttu af veikindunum. „Ég hef gengið í gegnum ýmis veikindi á minni ævi meðal annars hjá eiginkonu minni. Það er bara hluti af lífinu,“ sagði Van Gaal. Van Gaal var í tvö ár með lið Manchester United og gerði liðið að enskum bikarmeisturum árið 2016. Hann fékk þó ekki að halda áfram með liðið því United skipti honum út fyrir Jose Mourinho eftir það tímabil. Van Gaal á að stýra Hollendingum á HM í Katar þar sem liðið lenti í riðli með Senegal, Ekvador og heimamönnum. Hann hefur gagnrýnt það harðlega að keppnin fari fram í Katar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Holland Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Van Gaal sagði frá því í sjónvarpsviðtali í Hollandi í gær að hann sé í meðferð vegna blöðruhálskrabbameins. Van Gaal er sjötugur en hann ákvað að segja ekki leikmönnum sínum frá veikindum sínum í landsliðsglugganum sem lauk í síðustu viku. Louis van Gaal reveals he has been receiving prostate cancer treatment https://t.co/fv1tebN6g4— Guardian news (@guardiannews) April 3, 2022 „Ég sagði ekki leikmönnum mínum frá þessu af því að ég vildi ekki láta þetta trufla þá,“ sagði Louis van Gaal sem er að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í Katar í nóvember. Van Gaal er landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið en undir hans stjórn náði liðið meðal annars þriðja sætinu á HM 2014. Everybody at Manchester United is fully behind our former manager, Louis van Gaal, in his battle against cancer.Sending you strength and courage, Louis pic.twitter.com/axcB7mV5To— Manchester United (@ManUtd) April 3, 2022 Hann segist hafa laumast á sjúkrahúsið í nóttinni í landsliðsglugganum til að koma í veg fyrir að leikmenn hans fréttu af veikindunum. „Ég hef gengið í gegnum ýmis veikindi á minni ævi meðal annars hjá eiginkonu minni. Það er bara hluti af lífinu,“ sagði Van Gaal. Van Gaal var í tvö ár með lið Manchester United og gerði liðið að enskum bikarmeisturum árið 2016. Hann fékk þó ekki að halda áfram með liðið því United skipti honum út fyrir Jose Mourinho eftir það tímabil. Van Gaal á að stýra Hollendingum á HM í Katar þar sem liðið lenti í riðli með Senegal, Ekvador og heimamönnum. Hann hefur gagnrýnt það harðlega að keppnin fari fram í Katar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Holland Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti