Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Tomas Soucek reynir að tala sínu máli en Mike Dean vildi ekki hlusta á hann eða fara í Varsjána. EPA-EFE/Adam Davy Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira